Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

192. fundur 05. apríl 2022 kl. 17:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Björn Sverrisson (BS) formaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Agnes Helga Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Einar Jónsson (JEJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi frá regnbogalandi
  • Berglind Axelsdóttir (BA) skólastjóri grunnskóla
  • Ragnar Ingi Sigurðsson fulltrúi kennara grunnskóla stykkishólms
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
  • Greta María Árnadóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans
  • Kristjón Daðason skólastjóri tónlistarskóla
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Fundargerð ritaði: Jón Einar Jónsson ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans. Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir segir frá heilsueflandi grunnskóla.

2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Lögð fram skýrsla Tónlistarskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.

3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður Regnbogalands fer yfir starfsemina.

4.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.

5.Ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi

Málsnúmer 2006027Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi fyrir árið 2021.
Lögð fram ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi fyrir árið 2021.

6.Ósk um aukið stöðuhlutfall við Grunnskólann í Stykkishólmi

Málsnúmer 2201022Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 408. fundi sínum beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um aukið stöðuhlutfall stuðningsfulltrúa við skólann í samræmi við erindi skólastjóra út þetta skólaár.
Skólastjóri gerir grein fyrir málinu með skýrslu sinni

7.Skóladagatal Grunnskólans í Stykkishólmi (starfsáætlun)

Málsnúmer 2006025Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar drög að skóladagatali Grunnskólans í Stykkishólmi 2022-2023.
Drög lögð fram og verða rædd á næsta fundi.

8.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð fram Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Verið er að leggja loka hönd á áætlunina með vinnu úr ábendingum frá samráðshóp. Málið er tekið upp vegna ábendinga frá foreldri barna við grunnskólann, sem kallar eftir bættri lýsingu og merkingu við gangbraut á Borgarbraut við skólann.

Í áætluninni er það greint sem forgangsverkefni að bæta lýsingu við og merkingum við gangbrautina.
Rifjuð voru upp nokkur atriði úr umferðaröryggisáætlun er snerta öryggi nemanda á leið í skólann. Jakob sýndi myndir af snjall gangbraut í Hveragerði sem hefur reynst vel þar. Rætt hvort fleiri slíkar gangbrautir gætu mögulega verið settar upp, Borgarbraut og á 2 stöðum á Aðalgötu (við leikskóla og við stöð Atlantsolíu).

Vonir standa til að þessar úrbætur komi til framkvæmda á næstunni og þegar hefur ein lagfæring hafist í Tjarnarási.

9.Gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2104011Vakta málsnúmer

Gjaldskrá lögð fram
Gjaldskráin er samþykkt með á orðnum breytingum.

10.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi rædd m.t.t. sameiningar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Húsnæðismál grunnskóla voru mjög til umræðu á kjörtímabilinu í skóla- og fræðslunefnd. Í sameiningartillögunni stóð: "Stefnt verði að viðbyggingu norðaustan megin við grunnskólann sem myndi hýsa Tónlistarskóla Stykkishólms og Félagsmiðstöðina X-ið ásamt því að mæta aukinni rýmisþörf grunnskólans og Regnbogalands."

Þessi hugmynd var rædd og bæjarstjóri ræddi stöðu málsins. Miðað við núverandi húsnæðisþarfir þarf að endurskoða eldri hugmyndir um viðbygginguna til norðausturs.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?