Æskulýðs- og íþróttanefnd
Dagskrá
1.Norræn skýrsla um áhættu- og verndandi þætti fyrir andlega vanlíðan meðal ungmenna
Málsnúmer 2203031Vakta málsnúmer
Andleg vanlíðan hefur aukist meðal ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndunum. Lögð er fram ný norræn skýrsla sem veitir innsýn í áhættuþætti sem fram hafa komið í norrænum rannsóknum, svo sem einmanaleika, mikla notkun stafrænna miðla og félagslegar aðstæður. Verndandi þættir eru m.a. hreyfing og jákvæð tengsl í skóla.
2.Endurskoðun forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1812022Vakta málsnúmer
Lögð fram endurskoðuð forvarnarstefna Stykkishólmbæjar.
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar. Hann leggur til að uppfæra stefnuna á fjögurra ára fresti í staðin fyrir á árs fresti en að gerð verði aðgerðaráætlun og ákveðið verði á hverjum vetri hvað hægt er að leggja áherslu á. Tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa að setja saman teymi þvert á Snæfellsnesið sem myndi vinna að aðgerðaráætlun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd sér fyrir sér þá breytingu að stefnan verði uppfærð á fjögurra ára fresti og að gerð verði aðgerðaráætlun á tveggja ára fresti. Tillaga Æskulýðs- og íþróttanefndar er að nefndin sem mun vinna að aðgerðaráætlun muni skipa a.m.k. einum frá eftirfarandi hópum:
-Félags- og skólaþjónustan
-Leik ? og grunnskóli
-Skólahjúkrunarfræðingur
-UMF Snæfell
Einnig leggur Æskulýðs- og íþróttanefnd til að hægt verði að kalla til einstakling úr öðrum hópum innan forvarnarstefnunar í þau mál sem þörf er á.
Verði tillagan samþykkt leggur Æskulýðs ? og íþróttanefnd til að hafist verði handa í haust.
Æskulýðs- og íþróttanefnd sér fyrir sér þá breytingu að stefnan verði uppfærð á fjögurra ára fresti og að gerð verði aðgerðaráætlun á tveggja ára fresti. Tillaga Æskulýðs- og íþróttanefndar er að nefndin sem mun vinna að aðgerðaráætlun muni skipa a.m.k. einum frá eftirfarandi hópum:
-Félags- og skólaþjónustan
-Leik ? og grunnskóli
-Skólahjúkrunarfræðingur
-UMF Snæfell
Einnig leggur Æskulýðs- og íþróttanefnd til að hægt verði að kalla til einstakling úr öðrum hópum innan forvarnarstefnunar í þau mál sem þörf er á.
Verði tillagan samþykkt leggur Æskulýðs ? og íþróttanefnd til að hafist verði handa í haust.
3.Gervigrasvöllur við Íþróttahús
Málsnúmer 2104021Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá ungmennum í Stykkishólmi sem kalla eftir endurbótum á gervigrasvellinum við íþróttamiðstöð.
Bæjarráð tók umræðu um dekkjakurl á vellinum síðastliðið vor. Var þá niðurstaðan að forstöðumaður íþróttamannvirkja myndi þrífa völlinn reglulega. Lögð eru fram gögn tengd málinu.
Bæjarráð tók umræðu um dekkjakurl á vellinum síðastliðið vor. Var þá niðurstaðan að forstöðumaður íþróttamannvirkja myndi þrífa völlinn reglulega. Lögð eru fram gögn tengd málinu.
Formaður nefndar gerir grein fyrir stöðunni á gervigrasvelli við íþróttahús eftir samtal við knattspyrnudeild Snæfells og forstöðumann íþróttahússins.
Íþrótta? og æskulýðsnefnd leggur til að Knattspyrnudeild Snæfells verði boðin fjáröflun með allsherjar endurbætur á vellinum, gera tilraun til þess að þrífa völlinn og mála grindverkið. Ef þrif á velli gengur ekki upp leggur nefndin til þess að skipt verði um gervigras. Tillaga nefndar að hækka gaflana báðu megin.
Íþrótta? og æskulýðsnefnd leggur til að Knattspyrnudeild Snæfells verði boðin fjáröflun með allsherjar endurbætur á vellinum, gera tilraun til þess að þrífa völlinn og mála grindverkið. Ef þrif á velli gengur ekki upp leggur nefndin til þess að skipt verði um gervigras. Tillaga nefndar að hækka gaflana báðu megin.
4.Framboð og fjölbreytileiki í tómstundum
Málsnúmer 2204006Vakta málsnúmer
Umræður um framboð og fjölbreytileika í tómstunda- og æskulýðsmálum, helstu áherslur og forvarnir.
Umræður um framboð og fjölbreytileika í tómstunda- og æskulýðsmálum. Æskulýðs- og íþróttanefnd telur að framboð og fjölbreytileiki í tómstunda- og æskulýðsmálum sé ágætt í Stykkishólmi miðað við stærð á bæjarfélagi. Ekki er verið að fullnýta alla þá aðstöðu sem er til staðar en vöntun er á þjálfurum. Nefndin telur þörf á auknu framboði af tómstundum fyrir almenning, svo sem hjólreiðafélag og skokkhópar.
5.Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar lagði til á 608. fundi bæjarráðs að unnin verði Íþróttastefna Stykkishólmsbæjar eða eftir atvikum verði leitað samstarfs við HSH og sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um sameiginlega stefnu í þessum efnum.
Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar og umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd sem lagði til á 78. fundi sínum að leitað yrði eftir samstarfi við HSH og sveitafélögin á Snæfellsnesi um sameiginlega íþróttastefnu. Með sameiginlegri íþróttastefnu, hvort sem hún verði sameiginleg stefna sveitarfélaga á Snæfellsnesi eða sameiginleg stefna með íþróttahreyfingunni á Snæfellsnesi, er m.a. verið að stefna að því vinna í samræmi við markmið og aðgerðir sem fram koma í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttmálum 2019-2030, en með sameiginlegri stefnu er jafnframt tilgangurinn að auka samvinnu og samstarf á sviði íþróttamála á Snæfellsnesi.
Bæjarráð fól bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að kanna áhuga sveitarfélaga á Snæfellsnesi og HSH um sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga.
Lögð eru fram svarbréf vegna erindisins. Grundafjarðarbær lýsir yfir áhuga sínum á sameiginlegri íþróttastefnu á Snæfellsnesi en Snæfellsbær taldi ekki þörf fyrir sameiginlegri íþróttastefnu Snæfellinga.
Á 79. fundi æskulýðs- og íþróttanefndar lagði nefndin til við bæjarráð/bæjarstjórn að nefndinni verði falið að vinna drög að íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð samþykkti í famhaldi að æskulýðs- og íþróttanefnd yrði falið að vinna drög að íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lagði fram þá hugmynd að útbúin yrði allsherjar samfélagsstefna hjá Stykkishólmsbæ. Æskulýðs- og íþróttanefnd vinnur drög á íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar sem myndi þá falla innan samfélagsstefnunnar.
Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar og umsagnar í æskulýðs- og íþróttanefnd sem lagði til á 78. fundi sínum að leitað yrði eftir samstarfi við HSH og sveitafélögin á Snæfellsnesi um sameiginlega íþróttastefnu. Með sameiginlegri íþróttastefnu, hvort sem hún verði sameiginleg stefna sveitarfélaga á Snæfellsnesi eða sameiginleg stefna með íþróttahreyfingunni á Snæfellsnesi, er m.a. verið að stefna að því vinna í samræmi við markmið og aðgerðir sem fram koma í stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttmálum 2019-2030, en með sameiginlegri stefnu er jafnframt tilgangurinn að auka samvinnu og samstarf á sviði íþróttamála á Snæfellsnesi.
Bæjarráð fól bæjarstjóra og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmsbæjar að kanna áhuga sveitarfélaga á Snæfellsnesi og HSH um sameiginlega íþróttastefnu Snæfellinga.
Lögð eru fram svarbréf vegna erindisins. Grundafjarðarbær lýsir yfir áhuga sínum á sameiginlegri íþróttastefnu á Snæfellsnesi en Snæfellsbær taldi ekki þörf fyrir sameiginlegri íþróttastefnu Snæfellinga.
Á 79. fundi æskulýðs- og íþróttanefndar lagði nefndin til við bæjarráð/bæjarstjórn að nefndinni verði falið að vinna drög að íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð samþykkti í famhaldi að æskulýðs- og íþróttanefnd yrði falið að vinna drög að íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lagði fram þá hugmynd að útbúin yrði allsherjar samfélagsstefna hjá Stykkishólmsbæ. Æskulýðs- og íþróttanefnd vinnur drög á íþróttastefnu Stykkishólmsbæjar sem myndi þá falla innan samfélagsstefnunnar.
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir því að Grundarfjarðarbær hafi sýnt áhuga á samstarfi við gerð íþróttastefnu en Snæfellsbær taldi ekki þörf á sameiginlegri stefnu. Æskulýðs? og íþróttanefnd leggur til að hafist verði handa við að vinna að íþrótta- og tómstundastefnu með aðgerðaráætlun. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi mun gera drög að íþrótta- og tómstundastefnu í samstarfi við nefndina. Hugmyndin er að styðjast við stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum.
6.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu verkefnisins og forgangsröðun.
Æskulýðs- og íþróttanefnd leggur áherslu á að heilsustígur verði kláraður nú á vordögum.
Fundi slitið - kl. 19:03.
Ítreka mikilvægi gæslu í klefum í íþróttahúsi þar sem samskiptavandi og einelti fer fram. Hugmynd frá æskulýðs- og íþróttanefnd að stofna samskiptateymi þvert á grunnskólann og íþróttastarfið þar sem þjálfarar og starfsmenn íþróttahúss geta komið skilaboðum áleiðis á samskiptateymi og hægt er að vinna úr ýmsum málum sem hafa áhrif á líðan barna.
Áskorun á bæjarstjórn að þrýsta á aukna sérfræðiþjónustu og aukið aðgengi að sálfræðingum sem geta unnið í þessum málum.