Bæjarstjórn
1.Hafnarstjórn (SH) - 4
Málsnúmer 2306002FVakta málsnúmer
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 28
Málsnúmer 2306001FVakta málsnúmer
3.Skóla- og fræðslunefnd - 7
Málsnúmer 2305004FVakta málsnúmer
4.Safna- og menningarmálanefnd - 2
Málsnúmer 2301007FVakta málsnúmer
5.Skipulagsnefnd - 11
Málsnúmer 2304003FVakta málsnúmer
6.Skipulagsnefnd - 12
Málsnúmer 2305005FVakta málsnúmer
7.Bæjarráð - 12
8.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
9.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
10.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer
11.Fundargerðir hafnasambands Íslands
Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer
12.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 2305021Vakta málsnúmer
13.Fundargerðir almannavarnanefndar Vesturlands
Málsnúmer 2305019Vakta málsnúmer
14.Vatnasvæðanefndir
Málsnúmer 2211033Vakta málsnúmer
15.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 2305017Vakta málsnúmer
16.Undanþága fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur
Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer
17.Samningur um refaveiðar
Málsnúmer 2306031Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, samning um refaveiðar og fól bæjarstjórn að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
18.Sameining - Sveitarfélagið Stykkishólmur - Kosning í dreifbýlisráð
Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti tillöguna á 12. fundi sínum og að kosning verði 9. september. Jafnframt fól bæjarráð formanni kjörstjórnar í samvinnu við bæjarritara að útfæra nánar tilhögun kosninga og undirbúa hana að öðru leyti.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
19.Framtíðarskipulag tjaldsvæðis - Samningur við Mostra um uppbyggingu
Málsnúmer 1906035Vakta málsnúmer
Á 12. fundi sínum veitti bæjarráð vilyrði fyrir greiðslu 20 milljóna, sem greiðist á næstu tveimur árum og fól bæjarstjóra að útfæra það í samningi.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
20.Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2023-2026
Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer
Á 12. fundi sínum samþykkti bæjarráð viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hann.
21.Hafnsaga og önnur þjónusta við skip
Málsnúmer 2208020Vakta málsnúmer
Á fjórða fundi sínum samþykkti hafnarstjórn tillöguna samhljóða.
Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, tillögu að breytingu á hafnsögu við Stykkishólmshöfn og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
22.Hafnarstígur í norðuhluta hafnar við Súgandisey (umferðaröryggi)
Málsnúmer 2111017Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn lagði á fjórða fundi sínum þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum í norðurhluta hafnar við Súgandisey meðfram Súgandiseyjargötu og að byggður verði hafnarstígur í samvinnu við sveitarfélagið í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi.
Hafnarstjórn benti í þessu sambandi á og tók undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.
Bæjarráð tók, á 12. fundi sínum, undir ályktun hafnarstjórnar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
23.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi í fl. 2- Lyngholt
Málsnúmer 2305002Vakta málsnúmer
Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.
Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.
Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.
Skipulagsnefnd gerði, á 12. fundi sínum, ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna málsins.
Bæjarráð staðfesti, á 12. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
24.Saurar 9 deiliskipulag
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.
Á 12. fundi sínum samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti að landeigandi, Vigraholt ehf. láti vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu fyrir Saura 9 (Vigraholt) í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. kafla skipulagreglugerðar nr. 90/2013. Vinna skal samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kalli deiliskipulagsvinnan á það.
Bæjarráð stafestti, á 12. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
25.Uppbygging Brákar íbúðafélags hses. í Stykkishólmi - Stofnframlag
Málsnúmer 2306039Vakta málsnúmer
Þá er lagt fram erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði, sbr. lög nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.
Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, stofnframlag sveitarfélagsins til verkefnissins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bókun bæjarfulltrúa H-listans vegna uppbygging Brákar íbúðafélags hses. í Stykkishólmi:
Fulltrúar H-listans fagna því að stefnumörkun listans sé að raungerast með því að Brák leigufélagið, sem er húsnæðissjálfseignastofnun sem Stykkishólmsbær var storfnaðili að á árinu 2022 ásmt 31 öðru sveitarfélgi á landsbyggðinni sé að hefja hér, í samstarfi við sveitarfélagið og ríkið, uppbyggingu á 12 hagkvæmum íbúðum fyrir tekju- og eignaminni.
Eru þessar 12 íbúðir í Stykkishólmi 14-15% af þeim stofnframlögum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði á dögunum til bygginga á nýjum leiguíbúðum á landsbyggðinni, en kostnaðarþáttaka ríkisins í verkefninu mun vera um 150 millj. kr.
Um er að ræða gríðarlega mikilvægan áfanga fyrir okkar samfélag sem er eins og áður sagði í beinu samhengi við stefnumörkun okkar. Fyrst og fremst ber að fagna uppbyggingu og samstarfi sem þessu, samstarfi sem mun koma til með að byggja enn betur undir okkar samfélag og treysta stoðir þess til lengri tíma.
Bæjarfulltrúar H-listans,
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Guðmundur Kolbeinn Björnsson
26.Uppbygging Víkurhverfis
Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer
Tillaga bæjarstjóra:
Fyrir bæjarstjórn er lagt fram minnisblað Verkís, dags. 27. júní 2023, þar sem fjallað er um endurskoðað tilboð BB og sona eftir yfirferð fyrra tilboðs. Endurskoðað tilboð er eftir breytingar 15,7% yfir kostnaðaráætlun. Eins og fram kemur í minnisblaðinu var farið var yfir stöðuna á fundi með öðrum verkkaupum þar sem að staðan var rædd og í ljósi aðstæðna á markaði og lækkunar tilboðs var niðurstaða að allra að ekki væri líklegt að fá hagstæðara tilboð og að ráðlegt væri að semja við bjóðanda á grundvelli hins lækkaða tilboðs. Á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs og í ljósi þess að aðrir verkkaupar hafi þegar samþykkt að ganga að tilboðinu leggur bæjarstjóri til við bæjarstjórn að hún samþykki að ganga til samninga við bjóðanda og að bæjarráði verði veitt fullnaðarumboð til að ganga frá endanlegum samningi við bjóðanda á grundvelli hins nýja tilboðs og jafnframt að skoða möguleika þess að fella út einstaka verkþætti.
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Undirrituð telja ekki forsvaranlegt að fara í þessar framkvæmdir miðað við fjárhagstöðu bæjarins. Þá er gatnagerð í Víkurhverfi ekki skynsamleg framkvæmd að teknu tilliti til núverandi vaxta- og verðbólgustigs. Ennfremur hefur ríkisstjórinin og seðalbankastjóri ítrekað beðið um að dregið verði úr umsvifum til að takast á við hátt verðbólgustig.
Varðandi lóðir fyrir íbúafélagið Brák benda undirrituð á að skynsamlegt er að skoðaðir verði möguleikar á hagkvæmari lóðum fyrir Brák en lóðir í Víkurhverfi og jafnframt lóðir sem stuðla að þéttingu byggða. Þar má nefna lóðir sem lausar eru til úthlutunar við Laufásveg, Aðalgötu og mögulega fleiri lóðir í sveitarfélaginu. Gera þarf breytingar á deiliskipulagi í Víkurhverfi til að hægt verði að byggja íbúðirnar á því svæði. Mögulega þarf einnig að gera breytingar á deiliskipulagi til að byggja íbúðirnar á öðrum lóðum. Einnig má benda á að þetta eru tveggja hæða hús og forsendur skipulags í þessum hluta hverfisins voru hús á einni hæð.
Íbúalistinn,
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Fulltrúar H-listans fagna fyrirliggjandi og aðkallandi uppbyggingu í Víkurhverfinu. Við teljum, eins og áður hefur komið fram að brýn þörf sé á að auka lóðarframboð í sveitarfélaginu með uppbyggingu í Víkurhverfinu enda lóðarframboð mjög takmarkað sem stendur. Þá er nú ljóst að stefnt er að uppbyggingu 12 íbúða af Brák íbúðarfélagi, í samstarfi við sveitarfélag og ríki, en þau áform lágu m.a. til grundvallar þeirri ákvörðun H-listans síðasta haust, við vinnu fjárhagsáætlunar, að hefja uppbyggingu í Víkurhverfi.
Það er ánægjulegt að sjá stefnumörkun okkar frá haustinu 2021 raungerast í þessum uppbyggingaráformum sem nú eru að fara af stað, en unnið hefur verið markvisst á grunni þeirrar stefnumörkunar frá þeim tíma sem nú er að bera ávöxt.
Fulltrúar H-listans hafa ítrekað bent á að þeir vilji sækja fram af ábyrgð, fara í vel valdar fjárfestingar sem skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu og teljum við þessa uppbyggingu vera lið í því. Við teljum mikilvægt að ganga áfram á sömu braut til að tryggja að í Stykkishólmi og Helgafellssveit þróist enn öflugra og heilbrigðara samfélag, öllum til heilla.
Bæjarfulltrúar H-listans,
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Guðmundur Kolbeinn Björnsson
27.Fagháskólanám í leikskólafræði
Málsnúmer 2306041Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, að taka þátt í verkefninu.
28.Hamraendi 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2207004Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, fyrirliggjandi lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði og vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
29.Nýtt erindisbréf skóla- og fræðslunefndar
Málsnúmer 1902031Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti erindisbréfið, á 12. fundi sínum, og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta það.
30.Erindi - Breytingu á lóðinni við Áskinn 6
Málsnúmer 2301029Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd hafnaði, á 11. fundi sínum, umsókn Erlu Friðriksdóttur um breytingu á lóðinni við Áskinn 6 úr þremur íbúðareiningum í fjórar með vísun í framkomnar athugasemdir er varða ósamræmi við byggðarmynstur sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Samkvæmt samþykktu lóðarblaði er heimilað að byggja einbýli, parhús eða þriggja eininga raðhús á einni hæð á lóðinni. Þar segir jafnframt að grenndarkynna þurfi hönnun húss á þessari lóð. Hafi lóðarhafi í hyggju að sækja um byggingarleyfi fyrir þriggja eininga raðhúsi þarf að grenndarkynna breytta uppdrætti. Nefndin mælist jafnframt til þess að hönnun húss taki mið af uppbroti í ásýnd sem m.a. er hægt að gera með uppbroti í klæðningu, skyggni eða bíslagi, millivegg utanhúss eða öðru sambærilegu.
Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslu í bæjarstjórn.
31.Hólar 5a - leiðrétting á skráningu
Málsnúmer 2305011Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leyti að skráningu Hóla 5a hjá HMS verði breytt í landbúnaðarland í samræmi við skilgreiningu í aðalskipulagi og vísaði málinu til staðfestingar í landbúnaðarnefnd og bæjarstjórn.
Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslunni til bæjarstjórnar.
32.Umsókn um stækkun lóðar Smiðjustígs 3
Málsnúmer 2303014Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd samþykkti, á 11. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Smiðjustígs 3 og Smiðjustígs 4. Nefndin fól umhverfis- og skipulagssviði að ræða við lóðarhafa um mögulegar aðkomuleiðir að Smiðjustíg 4 að ofanverðu eða neðanverðu og leggja tillöguna að því búnu fyrir bæjarstjórn.
Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslu í bæjarstjórn.
33.Umsókn um skilti - Afgreiðsla skipulagsnefndar
Málsnúmer 2305001Vakta málsnúmer
Skiltið hafði verið sett upp án tilskilins leyfis. Eigendum var veitt bráðabirðaleyfi fyrir skiltinu fram yfir fund skipulagsnefndar í maí.
Skipulagsnefnd taldi skiltið, á 11. fundi sínum, ekki samræmast skiltastefnu sveitarfélagsins hvað varðar stærð þess og áhrif á umhverfi og bæjarmynd. Nefndin taldi jafnframt að það samræmist ekki meginmarkmiðum deiliskipulags miðbæjar hvað varðar bæjarrými og staðaranda. Nefndin fer fram á að skiltið verði tekið niður nú þegar.
Bæjarráð vísaði, á 12. fundi sínum, afgreiðslu í bæjarstjórn.
34.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar
Málsnúmer 2006056Vakta málsnúmer
Ber forseti upp hvert og eitt nafn upp til atkvæða og er hvert og eitt samþykkt samhljóða.
35.Kosningar í bæjarráð
Málsnúmer 2006055Vakta málsnúmer
Ber forseti upp hvert og eitt nafn upp til atkvæða og er hvert og eitt samþykkt samhljóða.
36.Kosning í ungmennaráð
Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer
37.Tilnefning í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Málsnúmer 2306043Vakta málsnúmer
Aðalmenn:
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (H)
Steinunn I. Magnúsdóttir (H)
Ragnar Már Ragnarsson (Í)
Varamenn:
Ragnar I. Sigurðsson (H)
Þórhildur Eyþórsdóttir (H)
Ragnheiður H. Sveinsdóttir (Í)
Ber forseti upp hvert og eitt nafn upp til atkvæða og er hvert og eitt samþykkt samhljóða.
38.Skipavík - deiliskipulag
Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn samþykkti samhljóða á 4. fundi sínum skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og lagði til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfesti hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn fól skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða á 12. fundi sínum skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Á 12. fundi sínum samþykkti bæjarráð skipulagstillöguna með þeim breytingum sem samþykktar voru í skipulagsnefnd og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt samþykkti bæjarráð samantekt athugasemda og afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á skipulagsfundi. Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum bæjarfulltrúa H-listans (Hrafnhildur, Steinunn Ingibjörg, Ragnar Ingi og Kári Geir). Bæjarfulltrúar Í-lista (Ragnheiður Harpa, Erla og Kristján) greiða atkvæði á móti.
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Undirrituð fagna því að unnið sé að deiliskipulagi fyrir svæðið við Skipavík. Þegar deiliskipulag er unnið þarf að gera ráð fyrir þeirri starfsemi sem þegar hefur verið áformuð að verði á svæðinu þannig að hægt sé að veita umsagnir í samræmi við það. Í framlagðri deiliskipulagstillögu er ekki tekið fram hvaða starfsemi er áformuð við Nesveg 25, annað en þar skuli „hýsa hafnsækna starfsemi. Til dæmis móttöku og vinnslu þörunga.“ Hins vegar kom fram á íbúafundi þann 24. maí s.l. að á lóðinni er áformuð þörungavinnsla á vegum Asco Harvester. Heppilegra hefði verið að auglýsa deiliskipulagið með lýsingu á þeirri starfsemi sem nú þegar er áformuð. Þannig að fagaðilum sem nú hafa veitt umsagnir við skipulag án þörungaverksmiðju hefði gefist færi á að veita umsagnir við skipulag þar sem gert er ráð fyrir áformaðri verksmiðju. Að geta þess ekki að innan skipulagsins sé áformuð þörungaverksmiðja getur hugsanlega tafið fyrir mögulegu starfsleyfi og á versta veg fengið neitun þar sem vinnslan stæðist ekki kröfur.
Undirrituð telja að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til athugasemda íbúa og rekstraraðila á svæðinu svo sem hvað varðar hávaða-, lykt-, loft- og sjónmengun auk kvaða á lóðarhafa sem fyrir eru á svæðinu. Að teknu tilliti til umsagna telja undirrituð að setja eigi takmarkanir á hávaða t.d. í samræmi við verksmiðju sem getið er um í skýrslu ráðgjafarnefndar vegna áhuga á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi frá apríl 2019, en þar er krafa um að hávaðamörk fari ekki yfir 35 db að næturlagi í íbúðarhverfi.
Þá benda undirrituð á að í ofangreindri skýrslu er það mat ráðgjafarnefndarinnar að heppilegasta staðsetning þörungavinnslu sé suðvestan flugvallar. Í skýrslunni er miðað við töluvert meira magn til vinnslu árlega eða allt að 30.000 tonn en Asco Harvester gerir ráð fyrir að vinna 5.000 tonn árlega. Til að tryggja að íbúar í nágreninu verði fyrir sem minnstu ónæði af þörungaverksmiðju á svæðinu telja undirrituð að miða eigi hámarks vinnslu þörunga á svæðinu við þau 5.000 tonn sem er það magn sem fyrirtækið áformar að vinna árlega og er í samræmi við tillögu fulltrúa Íbúalistans á fyrri stigum. Ljóst að samkvæmt skipulagstillögunni verða engar takmarkanir á vinnslumagni á svæðinu.
Ein megin rök meirihlutans fyrir því að þörungaverksmiðja innan skipulagsins muni ekki valda ónæði hafa verið þau að á svæðinu er lítil þangverksmiðja sem ekki hefur valdið íbúum í nágreninu ónæði, en þess ber að geta að samkvæmt fyrirspurn bæjarfulltrúa til bæjarstjóra hefur afar litlum sjávargróðri verið landað við höfn í Stykkishólmi.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Kristján Hildibrandsson
Erla Friðriksdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fulltrúar H-listans fagna því að lokið sé vinnu við deiliskipulag í Skipavík og að skipulagið hafi verið samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd og hafnarstjórn þó ekki hafi verið einhugur um skipulagið á meðal bæjarfulltrúa.
Atvinnustarfsemi við Skipavík á sér langa sögu og hefð í Hólminum en umfangsmesta starfsemin hefur í gegnum tíðina verið tengd skipasmíði og viðhaldi skipa. Það fylgja því tækifæri að geta fangað framtíðarsýn fyrir svæðið í deiliskipulagi, en skipulagið gerir ráð fyrir fjölbreyttri atvinnustarfsemi á svæðinu og góðri og hagkvæmri nýtingu þeirra innviða og mannvirkja sem fyrir eru. Jafnframt er lögð áhersla á ásýnd svæðisins og aðlögun þess að íbúðarbyggðinni í grennd og bæjarmyndinni í heild sinni. Er þetta skipulag einn liður í því að byggja jafnt og þétt grunn að enn fjölbreyttara og sterkara samfélagi í Stykkishólmi.
Bæjarfulltrúar H-lista,
Ragnar Ingi Sigurðsson
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Hrafnildur Hallvarðsdóttir
Kári Geir Jensson
39.Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar 2023
Málsnúmer 2006059Vakta málsnúmer
40.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:04.