Fara í efni

Bæjarstjórn

11. fundur 30. mars 2023 kl. 17:00 - 20:40 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hafnarstjórn (SH) - 3

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð Hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 8

Málsnúmer 2302005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 8. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 5

Málsnúmer 2302006FVakta málsnúmer

Lögð fram 5. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 27

Málsnúmer 2302007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 27. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

5.Skipulagsnefnd - 9

Málsnúmer 2303002FVakta málsnúmer

Lögð fram 9. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 9

Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 9. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 10

Málsnúmer 2303005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 10. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 202. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem fram fór þriðjudaginn 14. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var þriðjudaginn 28. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2303018Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer föstudaginn 31. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Styrkir til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023

Málsnúmer 2302024Vakta málsnúmer

Lagður fram uppfærður listi yfir styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2023.
Framlagt til kynningar.

12.Þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna

Málsnúmer 2303019Vakta málsnúmer

Lögð fram þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna kirkjunnar, sem samþykkt var á Kirkjuþingi 11. mars 2023, þar sem gengið er út frá því að fasteignir í tilteknum prestaköllum verði ekki hluti fríðinda framtíðarpresta, þ.m.t. fasteign kirkjunnar í Stykkishólmsprestakalli að Lágholti 9 í Stykkishólmi.

Ályktun bæjarráðs frá 9. fundi lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólms lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stefnu Kirkjuþings varðandi sölu fasteigna á landsbyggðinni þar sem stefnan geti komið niður á mikilvægum prestaköllum á landsbyggðinni, þ.m.t. Stykkishólmsprestakalli. Bæjarstjórn Stykkishólms leggur þunga áherslu á að heimild til sölu fasteignarinnar í Stykkishólmi verði ekki nýtt nema að undangengnu samráði við sóknarnefnd og sóknarprest og með samþykki þeirra.

13.Saurar - Uppskipting jarðar

Málsnúmer 2303016Vakta málsnúmer

Benedikt Benediktsson óskar eftir leyfi fyrir uppskiptingu á landi Saura. Með uppskiptingunni verður til spildan Saurar 9. Einnig er skógræktin staðfest með hnitum.

Sótt er um að skrá eina nýja landeign, Saura 9, úr landi Saura (L-136854). Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum. Í gildandi Aðalskipulagi Helgfellsveitar 2012-2024 er umrætt svæðið að mestu skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Skipulagsnefnd samþykkti, á 8. fundi sínum, fyrir sitt leiti umsókn um uppskiptingu jarðarinnar Saura í Saura 9.

Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar á 9. fundi sínum. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

14.Beit í Landey

Málsnúmer 2302029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms þar sem það fer þess á leit við sveitarfélagið að gerð verði breiting á 2. gr. samnings sveitarfélagsins við félagið sem varðar nýtingu á beitilandi í Landey.

Bæjarráð samþykkti, á 9. fundi sínum, erindi félagsins um að gerð verði breyting á samningnum þannig að grein 3 verði beit í eyjunni til 1. apríl, enda hefur félagið yfir að ráða sérstakri beitanefnd sem hefur eftirlit og stjórn með beitarmálum félagsins sem tryggi ásamt stjórn og öðrum félagsmönnum að næg beit fyrir hendi í eyjunni og að ekki sé gengið sé of nærri gróðri.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

15.Hopp Snæfellsnes

Málsnúmer 2303020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi til sveitarfélagsins frá Snæhopp ehf. ásamt samstarfsyfirlýsingu og minnisblaði bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkti á 9. fundi sínum, erindið á grunni fyrirliggjandi gagna.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,SIM,RMR og Heiðrún H

Bæjarstjóri leggur til að ákvæði um 3. gr. um sértækan þjónustusamning í samstarfsyfirlýsingu yrði tekið til afgreiðslu sérstaklega.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um samþykkja samstarfssamning, að frátaldri 3. grein um sértækan þjónustusamning, og erindin um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Stykkishólmi.

Samþykkt samhljóða.

Tillaga um að samþykkja 3. grein samstarfsyfirlýsingar um sértækan þjónustusamning.

Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista gegn þremur atkvæðum bæjarfulltrúa Í-lista.

Bókun.

Undirrituð fagna því að Snæhopp hafi í hyggju að bjóða upp á rafskútur í sveitarfélaginu enda er umhverfisvænt að ferðast um á rafskútu. Undirrituð gera hins vegar athugasemd við að í drögum að samstarfsyfirlýsingu við Snæhopp er gert ráð fyrir að sveitarfélagið taki að sér hleðsluaðstöðu. Enn fremur kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra að starfsmaður sveitarfélagsins sjái um að hlaða og skipta um rafhlöður á rafskútunum. Þessi þjónusta sveitarfélagsins við Snæhopp verði veitt gegn fríum afnotum starfsfólks sveitarfélagsins að rafskútunum á vinnutíma auk tveggja skúta til afnota sem staðsettar verða við Ráðhús og þjónustumiðstöð.

Undirrituð geta ekki samþykkt fyrirliggjandi drög að samstarfsyfirlýsingu enda ekki hlutverk sveitarfélagsins að þjónusta einkafyrirtæki á þennan hátt.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

16.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Lagðar fram styrkumsóknir til bæjarstjórnar, en bæjarstjórn Stykkishólms auglýsti eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar 21. febrúar sl.

Tíu umsóknir bárust en umsóknarfrestur var til og með 14. mars.

Bæjarráð samþykkti á 10. fundi sínum að veita eftirtalda styrki.

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi 100.000, prentun og uppfærsla á götukorti af Stykkishólmi.

Heimatónleikar í Stykkishólmi 2023 200.000, heimatónleikar í Stykkishólmi 2023.

Menningardagskrá Eyrbyggjasögufélags 100.000, vegna gönguleiða Óska eftir því að umsókn til lista- og menningasjóðs 2022 verði tekin fyrir aftur.

Sólveig Benjamínsdóttir 100.000, sýning á listaverkum eftir Árna Pál Jóhannsson í Norska húsinu.

Aftanskin / Halldóra F. Sverrisdóttir 100.000, vegleg kaffiveisla á Stundarfrið.

Sigmundur Ernir Rúnarsson 200.000, afmælisþáttur um Júlíönu - hátíð sögu og bóka í umsjá Sigmundar Ernirs.
Bæjarstjórn staðfestir tillögu bæjarráðs að úthlutun styrkja.

17.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.

Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.

Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin lagði áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

Á 10. fundi sínum staðfesti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

18.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn landeiganda Hóla 7.

Málið var tekið fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar en afgreiðslu frestað vegna óvissu um túlkun á merkingu skipulagsskilmála í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 þ.m.t. kafla 4.1 um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. í kjölfar fundarins óskaði skipulagsfulltrúi eftir áliti Skipulagsstofnunar á byggingarheimildum fyrir jörðina Hóla.

Á níunda fundi sínum benti Skipulagsnefnd á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

Bæjarráð staðfesti á 10. fundi sínum niðurstöðu skipulagsfulltrúa og fól skipulagsfulltrúa að afgreiða málið. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

19.Umsókn um byggingarheimild - Hólar 7

Málsnúmer 2302028Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Sóldal ehf. um byggingarheimild fyrir 28,7 m2 frístundahúsi á 5850 m2 sumarbústaðalóð Hóla 7 (L 234674) í landi Hóla (L 136938) í Helgafellssveit. Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu í skipulagsnefnd í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lóðin Hólar 7 er á svæði sem skilgreint er sem "frístundabyggð" í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024. Vísað er til skipulagsskilmála í kafla 4.1. um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. Engar fasteignir eru skráðar á lóðinni í dag.

Á níunda fundi sínum benti Skipulagsnefnd á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt fram. Á 10. fundi sínum lagði bæjarráð til að frístundabyggð verði deiliskipulögð í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

20.Uppbygging Víkurhverfis

Málsnúmer 2301011Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðs- og verklýsing, ásamt öðrum gögnum, í tengslum við fyrirhugað útboð á gatnagerð og lögnum í Víkurhverfi (1. áfangi).

Bæjarráð lagði á 10. fundi sínum til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að bjóða verkið út svo fljótt sem auðið er í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista gegn þremur atkvæðum Í-lista tillögu bæjarráðs um að bæjarstjóra verði falið að bjóða verkið út svo fljótt sem auðið er í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Í

Til máls tóku:HH,ÞE,RMR og HG

Tekið var fundarhlé

Bókun.

Undirrituð efast um að tímabært sé að fara í gatnagerð í Víkurhverfi miðað við fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og þeim aðstæðum sem eru í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Í þenslu og mikilli verðbólgu, eins og nú er, ætti að draga úr framkvæmdum og lágmarka lántökur þar til ástand batnar. Með framlögum úr jöfnunarsjóð vegna sameiningar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar er einstakt tækifæri til að vera með viðunandi fjárfestingar og á sama tíma borga niður skuldir og þar með auka veltufé og minnka lántökuþörf í fjárfestingum í framtíðinni.

Einnig teljum við að auka ætti framboð á atvinnulóðum áður en farið er að auka framboð á íbúðalóðum. Uppbygging á atvinnulóðum tekur tíma og á meðan á uppbyggingu þeirra stendur er hægt að byggja upp íbúðalóðir.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

Bókun.


Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
H-listinn telur að þörf sé á fjölbreyttum lóðum og auka þurfi sérstaklega framboð á minni íbúðarkostum enda mikilvægt að til staðar séu fjölbreyttir og áhugaverðir íbúðarkostir í sveitarfélaginu.

Við teljum mikilvægt að í sveitarfélaginu sé fjölbreytt húsnæði fyrir ólíka hópa samfélagsins og er uppbygging í Víkurhverfi liður í þeim áherslum.

Með fyrirhugaðri uppbyggingu í Víkurhverfi vill H-listinn jafnframt að sveitarfélagið leggi sitt af mörkum í samræmi við undirritaðan rammasamning milli ríkis og sveitarfélaga um að auka framboð íbúða á árunum 2023-2032, en tilgangur samningsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins til skemmri og lengri tíma og stuðla að auknum stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði á næstu tíu árum. Megin aðgerðir sveitarfélaga er samkvæmt samningnum að tryggja nægt lóðaframboð.

Uppbygging í Víkurhverfi er einnig liður í vinnu sveitarfélagsins sem miðar að uppbyggingu á nýju félagslegu húsnæði og samstarfi við óhagnaðardrifin húsnæðisfélög um uppbyggingu innan sveitarfélagsins. Þá liggur fyrir að bæjarstjórn hefur samþykkt húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og er uppbyggingin nauðsynleg til þess að mæta þeirri þörf sem þar kemur fram. Í því sambandi er minnt er á að samkvæmt rammasamningi milli ríkis og sveitarfélaga var það grundvallarforsenda hans að sveitarfélög taki þátt og hlutist til um að útvega byggingarhæfar lóðir til samræmis við húsnæðisáætlanir.

H-listinn leggur áherslu á að Sveitarfélagið Stykkishólmur skili ekki auðu í þessu mikilvæga verkefni, sérstaklega þegar fyrir liggur að það er skortur er á framboði á byggingarhæfum lóðum í sveitarfélaginu vegna mikillar eftirspurnar síðustu ár. H-listinn telur mikilvægt að sveitarfélagið reyni að mæta þeirri þörf sem fyrst með uppbyggingu í Víkurhverfi á sama tíma og sveitarfélagið leggi sitt af mörkum við að auka framboð íbúða í samræmi við samkomlag milli ríkis og sveitarfélaga.

Bæjarfulltrúar H-listans:
Þórhildur Eyþórsdóttir
Hrafnhildur Hallvarðsddóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Steinunn I. Magnúsdóttir

21.Lántaka fyrir Sveitarfélagið Stykkishólmur

Málsnúmer 2303045Vakta málsnúmer

Lagður fram lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Sveitarfélagsins Stykkishólms sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista gen þremur atkvæðum Í-lista hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista gen þremur atkvæðum Í-lista að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 060982-5549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Til máls tóku:HH,HG og JBSJ

Bókun.

Undirrituð telja að nýta eigi framlag vegna sameiningar til fjárfestinga án þess að fara í Lántökur. Vegna sameiningar framlagsins er tækifæri nú til að fjárfesta eins og gert hefur verið undanfarið og greiða samhliða niður skuldir. Að öðru leyti vísum við í bókun undir lið 20 um uppbyggingu Víkurhverfis.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson vék af fundi.

22.Ráðning skólastjóra - Endurskipan hæfninefndar

Málsnúmer 2102042Vakta málsnúmer

Á 9. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn að skipa hæfninefnd, í tengslum við ráðningu skólastjóra, og að hún skuli skipuð aðalmönnum í bæjarráði í samræmi framlagða áætlun. Í ljósi þess að einn umsækjenda er kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn, er lagt til að skipan hæfninefndar verði endurskoðuð, og þar með áætlun um ráðninguna, til að tryggja betur jafnræði og hlutleysi hæfninefndar gagnvart öllum umsækjendum og þar með fagleg vinnubrögð í ráðningarferlinu.

Bæjarráð lagði á 10. fundi sínum til við bæjarstjórn að skipa eftirtalda aðila í hæfninefnd:

Eyþór Benediktsson
Sigrún Þórsteinsdóttir
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs að skipun í hæfninefnd og að áætlun um ráðninguna verði uppfærð til samræmis við það.

Til máls tóku:HH,RMR og JBSJ
Ragnar Ingi kom aftur inn á fundinn.

23.Gróðursetning við Borgarbraut

Málsnúmer 2303046Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn og upplýsingar varðandi fyrirhugaða gróðursetning við Borgarbraut byggða á vinnu starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka.

Bæjarráð samþykkti á 10. fundi sínum gróðursetningu og aðrar framkvæmdir við Borgarbraut svæði b í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

24.Skipavík - deiliskipulag

Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. 123/2010. Þá eru lagðar fram afgreiðslur 8. fundar skipulagsnefndar og 3. fundar hafnarstjórnar til staðfestingar, sem staðfestar voru á 9. fundi bæjarráðs.

Skipulagsnefnd tók, á níunda fundi sínum, fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkti að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslum sem endurspeglast m.a. í fyrirliggjandi tillögu.

Þá samþykkti bæjarráð á 10. fundi sínum að fella lóðir Nesveg 24 og Nesveg 22a úr deiliskipulagstillögu og deiliskipulagsreiturinn verði minnkaður samkvæmt því og fela skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögunni í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, verði auglýst 1. mgr. 41. gr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir með fjórum atkvæðum H-lista afgreiðslu 8. fundar skipulagsnefndar og 3. fundar hafnarstjórnar. Fulltrúar Í-lista sátu hjá.

Breytingartillaga H-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að fela formanni skipulagsnefndar, í samráði við skipulagsfulltrúa, að boða til fundar í skipulagsnefnd, þar sem jafnframt aðalmönnum í bæjarstjórn er boðið til fundarins, þar sem þeim gefst tækifæri til þess að fara yfir tillöguna með nefndarmönnum. Í kjölfarið verði tillögunni vísað aftur til aukafundar bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista, en þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá.

Til máls tóku:HH,JBSJ,HG,RIS,HG og RMR

Fundarhlé.

Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Fyrir liggur tillaga til afgreiðslu til auglýsingar vegna deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, ásamt greinargerð, með áorðnum breytingum. Byggir hún á mati hönnuða undir stjórn skipulagsfulltrúa sem unnið hafa að tillögunni á grunni fyrirliggjandi skipulagslýsingar í samræmi við samtöl við hagaðila og ábendingar sem hafa borist til sveitarfélagsins með það að markmiði að skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru á skipulagi fyrir svæðið með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Þá hafa umsagnir opinberra stofnana verið hafðar til hliðsjónar við mótun tillögunnar. Hefur tillagan fengið umfjöllun í hafnarstjórn, skipulagsnefnd og bæjarráði og tekið breytingum í samræmi við áherslur fastanefnda. H-listinn vill þakka öllum þeim sem hafa komið að vinnu þessarar tillögu til þessa og íbúum fyrir þeirra áhuga og ábendingar.

H-listinn telur að tillagan, eins og hún liggur fyrir fundinum, með tilliti til þeirra breytinga sem orðið hafa á tillögunni á vinnslutímanum og heimild skipulagfulltrúa til frágangs á tillögunni, m.a. könnun á lögmæti hennar, sé tilbúin til auglýsingar. Við getum ekki sætt okkur við það að starfsfólk sveitafélagsins sitji undir ámælum um röng vinnubrögð og viljum í ljósi þess sem fram hefur komið að þessu máli sé frestað og það afgreitt sem fyrst á auka fundi

Bæjarfulltrúar H-lista:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsddóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir

Fundarhlé.


Tillaga Í-lista

Fulltrúar íbúalistans leggja til að málinu sé vísar frá grundvelli þess að ný gögn hafa borist sem bæjarfulltrúar hafa ekki náð að kynna sér.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

Tillaga felld með fjórum atkvæðum H-hlista gegn þremur atkvæðum Í-lista.


Bókun Í-lista.
Fulltrúar Íbúalistans hafna því alfarið að þær athugasemdir sem þeir gerðu við deiliskipulag í Skipavík snúi að faglegu starfi þeirra sem komu að skipulaginu. Í fundarboðinu sem kom fyrir 2 sólarhringum síðan var deiliskipulagið enn í vinnslu og ýmislegt enn óklárað. Í dag var bætt við lokatillögu af deiliskipulagi sem fulltrúar hafa ekki náð að kynna sér. Það er skýrt í samþykktum bæjarins að öll gögn skulu liggja fyrir 2 sólarhringum fyrir fund. Þar sem deiliskipulagið sem til stendur að samþykkja kom aðeins fram í dag er málið ótækt og förum við fram á að málinu verði vísað frá.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir


Fundarhlé.


Bókun bæjarstjóra:
Vegna tillögu og bókun bæjarfulltrúa Í-listans vekur bæjarstjóri athygli á að fyrir lá grunnskjal til afgreiðslu sem sent var með fundarboði. Það skjal lá fyrir fundinum til afgreiðslu. Ekki kom hins vegar til þess að greiða þurfti atkvæði um umrætt gunnskjal eða hið lagfærða skjal, sem hefði þá verið tekið til afgreiðslu með breytingartillögu, í ljósi afgreiðslu málsins sem liggur nú fyrir, enda var málinu vísað til skipulagsnefndar til umfjöllunar og kemur því næst til afgreiðslu að nýju í bæjarstjórn. Á þeim grunni getur bæjarstjóri ekki fallist á að fyrir hendi séu forsendur til frávísunar málsins eða að málið sé ótækt til afgreiðslu á grundvelli formsatriða eins og fram kom í máli bæjarfulltrúa Í-lista.

Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri.

25.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2303047Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023-2026.
Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, en þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023-2026.

Til máls tóku:HH,HG,RMR,SIM og JBSJ

Bókun
Viðaukinn snýr fyrst og fremst að aukinni lántöku. Undirrituð leggjast gegn aukinni lántöku sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2023 eru áætlaðar 60 milljón kr. í lántöku og er því verið að auka lántöku á árinu um 67%. Að öðru leyti vísum við í bókun undir lið 20 um uppbyggingu Víkurhverfis.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir


Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu. Þær áherslur hafa ekkert breyst frá samþykktri fjárhagsáætlun og taka engum breytingum með samþykkt þessa viðauka.

Bæjarfulltrúar H-listans:
Þórhildur Eyþórsdóttir
Hrafnhildur Hallvarðsddóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Steinunn I. Magnúsdóttir
Fylgiskjöl:

26.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Framlagðir minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 20:40.

Getum við bætt efni síðunnar?