Fara í efni

Hafnarstjórn (SH)

3. fundur 20. mars 2023 kl. 17:00 - 17:55 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigurður Páll Jónsson formaður
  • Eydís Jónsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Ingi Auðunsson aðalmaður
  • Unnur María Rafnsdóttir aðalmaður
  • Kristján Lár Gunnarsson (KL) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Kjartan J. Karvelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Siguður Páll Jónsson formaður
Dagskrá

1.Skipavík - deiliskipulag

Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi Skipavíkur, ásamt afgreiðslu 8. fundar skipulagsnefndar varðandi áherslur nefndarinnar við að fullvinna tillögu að tillögu að deiliskipulagi. Þá er lagt fram svar skipulagsstofnunar varðandi túlkun á hlutverki hafnarstjórnar við vinnslu skipulagstillögu, sbr. 1. mgr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003. Samkvæmt því áliti er samkvæmt orðanna hlóðann hlutverk hafnarstjórnar að gera formlega tillögu að skipulagi hafnarsvæðis. Á síðasta fundi hafnarstjórnar óskaði hafnarstjórn eftir að fá tillöguna að nýju fyrir nefndina eftir að tillagan hefði verið auglýst, en á fundinum var ekki bókað sérstaklega um að hafnarstjórn feli skipulagsnefnd eða bæjarráði fyrir sína hönd að gera formlega tillögu að deiliskipuli svæðisins til bæjarstjórnar.

Til að taka af allan vafa er lagt til að hafnarstjórn staðfesti umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um skipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Breytingartillaga fulltrúa Í-lista:
Undirrituð leggja til að Hafnarstjórn og skipulagsnefnd sveitarfélagsins geri í sameiningu tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðisins til bæjarstjórnar á sameiginlegum fundi.

Breytingartillögunni er hafnað með 3 atkvæðum fulltrúa H-lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa Í-lista.

Gengið til atkvæðagreiðlu um fyrirliggjandi tillögu samkvæmt fundarboði:
Hafnarstjórn staðfestir umboð til handa skipulasnefnd eða bæjarráði, til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um deiliskipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að lokinni auglýsingu verður tillagan lögð fram að nýju fyrir í hafnarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Viðbótartillaga hafnarstjóra:
Fulltrúar í hafnarstjórn eru reiðubúnir til þess að funda með skipulagsnefnd á vinnufundi komi til þess að slíkur vinnufundur verði haldinn.

Samþykkt samhljóða.


Bókum Í-lista:
Í 1. mgr. 5. gr. hafnalaga nr. 61/2023 segir að skipulag hafnarsvæðis skuli miðast við þarfir hafnar. Hafnarstjórn geri tillögu um skipulag hafnarsvæðis til skipulagsnefndar eða sveitarstjórnar að höfðu samráði við Vegagerðina um gerð þess.

Íbúalistinn
Unnur María Rafnsdóttir
Kristján Lár Gunnarsson

Fundi slitið - kl. 17:55.

Getum við bætt efni síðunnar?