Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 28
Málsnúmer 2306001FVakta málsnúmer
Lögð er fram fundargerð 28. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar
2.Skipavík - deiliskipulag
Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer
Lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt samantekt athugasemda sem bárust á auglýsingartímanum og drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við þeim.
Samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar var lögð fyrir hafnarstjórn 15. júní sl. og var samþykkt samhljóða.
Samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar var lögð fyrir hafnarstjórn 15. júní sl. og var samþykkt samhljóða.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna, með áorðnum breytingum sem snúa að breytingum á almennum landnotkunarskilmálum og sérskilmálum fyrir lóðir 20 og 20a, og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti samantekt athugasemda og drög að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
3.Umsókn um byggingarheimild/-leyfi (fl. 2) - Lyngholt
Málsnúmer 2305002Vakta málsnúmer
Lögð fram, að nýju, til afgreiðslu umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingarleyfi/-heimild fyrir tveimur 36,9 m2 gistihúsum á landsspildunni Lyngholti (L221919) við Helgafell.
Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.
Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.
Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.
Húsin verða á steyptum sökklum með timbur-útveggjum sem klæddir eru ál-báru, staðsteyptri gólfplötu og hefðbundnu timburþaki. Fjarlægð frá Helgafellsvegi er u.þ.b. 50 m.
Lyngholt er 56 ha spilda úr landi Helgafells. Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er heimild fyrir 4 íbúðarhúsum og 3 frístundarhúsum á jörðum og landsspildum stærri en 10 ha og skal vinna deiliskipulag. Í dag er skráð eitt íbúðarhús á landsspildunni.
Skipulagsnefnd fjallaði um málið á 11. fundi sínum og taldi þá að um viðkvæmt svæði væri að ræða hvað varðar náttúru- og menningarminjar og að svæðið hafi mikið aðdráttarafl. Þar af leiðandi þurfi að vanda val á staðsetningu bygginga og annarra mannvirkja. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði fram á að svæðið verði deiliskipulagt.
Landeigandi hefur lagt fram ný gögn máli sínu til rökstuðnings.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn Hinriks Hjartarsonar um byggingu tveggja frístundahúsa í landi Lyngholts við Helgafell í ljósi nýrra gagna og upplýsinga sem bárust eftir fyrri afgreiðslu málsins á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
4.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Borg
Málsnúmer 2306003Vakta málsnúmer
Tekin er til afgreiðslu umsókn Litalausna ehf. um breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði við Borg vegna fyrirhugaðrar byggingar bílskúrs við Skúlagötu 23.
Byggingarreitur bílskúrs er skv. skipulagi norðan við hús sótt er um að færa hann sunnan við hús. Sótt er um að færa byggingareitinn samanber meðfylgjandi teikningu.
Byggingarreitur bílskúrs er skv. skipulagi norðan við hús sótt er um að færa hann sunnan við hús. Sótt er um að færa byggingareitinn samanber meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafi láti vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði við Borg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þegar tillaga að breytingu á deiliskipulagi liggur fyrir skal grenndarkynna hana fyrir eftirfarandi lóðarhöfum: Skúlagata 21, 25, 26 og Laufásvegi 17 og óbyggðri lóð við Laufásveg 19.
5.Saurar 9 Vigraholt deiliskipulag
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Lagt er fram til afgreiðslu beiðni Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar og Henning Lehmann fyrir hönd Vigraholts ehf. um gerð deiliskipulags fyrir Saura 9 (Vigraholt) og breytingu á landnotkun og/eða mörkum landnotkunarreita í aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skiipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.
Um er að ræða 134,5 ha jörð með landeignarnúmerið L235684.
Í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð og landbúnaðarland. Ekki hefur áður verið unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Markmiðið með nýju deiliskipulagi er að þróa frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu. Lögð verður áhersla á að framtíðaruppbygging á svæðinu taki mið af náttúru og sögu svæðisins og falli vel að landslagi og staðháttum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að landeigandi, Vigraholt ehf. láti vinna deiliskipulag fyrir frístundabyggð með tilheyrandi þjónustu fyrir Saura 9 (Vigraholt) í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. kafla skipulagreglugerðar nr. 90/2013. Vinna skal samhliða breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kalli deiliskipulagsvinnan á það.
6.Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2306002Vakta málsnúmer
Þ.B.Borg sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð sinni við Nesvegi 2 frá 25. maí 2023 til 31. desember 2024 og undanþágu frá 261 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 um 12 mánuða hámarkstíma.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita Þ.B. Borg stöðuleyfi til loka árs 2024 og þar með undanþágu frá 261. gr. byggingarreglugerðar.
7.Laufásvegur 21-31 afmörkun á lóð
Málsnúmer 2306019Vakta málsnúmer
Lagt er fram til afgreiðslu beiðni Ágústs Hafsteinssonar, f.h. Eflingar stéttarfélags eiganda íbúða 21 og 23 í raðhúsi við Laufásveg 21-31, um liðsinni sveitarfélagsins er varðar lausn að hönnun lóðar framan við raðhúsið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að funda með hluthafandi aðilum.
8.Skúlagata 7 - klæðning
Málsnúmer 2306032Vakta málsnúmer
Sótt er um leyfi til að klæða Skúlagötu 7 (norðurhluti húss). Um er að ræða klæðningu úr lágrétt liggjandi báruáli. Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, óskar lóðarhafi eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort grenndarkynna skuli útlitsbreytingu í samræmi við gr. 2.3.4. í byggingarreglugerð og 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna útlitsbreytingu í samræmi við gr. 2.3.4. í byggingarreglugerð fyrir lóðarhöfunm Skúlagötu 5, 6. 7a og 10.
Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.
Nefndin mælir með því að aðrar hliðar á húsinu verði síðar klæddar með sama efni.
9.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting vestan Borgarbrautar (R1)
Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer
Lagðar fram hugmyndir að deiliskipulagsbreytingu vestan Borgarbrautar vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Brákar íbúðarfélagsi hses. á grundvelli laga nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, en markmiðið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi vestan Borgarbrautar (R1) fyrir íbúðir fyrir Brák íbúðafélag hses. í kjölfar samþykktar umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélag hses., um stofnframlag á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Fundi slitið - kl. 18:30.
- 2306038 - Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting vestan Borgarbrautar (R1)
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 9 á dagskrá fundarins.