Fara í efni

Álagning fasteignagjalda hjá Stykkishólmsbæ

29.01.2021
Fréttir

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2021 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is 

Greiðsluseðlar verða heldur ekki sendir út á pappír, nema þess sé sérstaklega óskað. Það má benda íbúum Stykkishólmsbæjar á íbúagattina á heimasíðunni www.stykkisholmur.is, þar geta íbúar nálgast alla sína reikninga frá bænum,  ef óskað er eftir því að fá senda greiðsluseðla vinsamlega hafið samband í síma 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is

Gjalddagar fasteignagjalda verða níu á árinu 2021 eftirtaldir: 1. febrúar, 1. mars, 1.apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október.

Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknuð við álagningu fasteignagjalda. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali. Reglur um afslátt er með eftirfarandi hætti:

Einstaklingar með tekjubil 0-3.893.872 kr. Fá 100% afslátt.
Einstaklingar með tekjubil 3.893.873-4.278.549 kr.         Fá 75% afslátt
Einstaklingar með tekjubil 4.278.550-4.696.434  kr.         Fá 50% afslátt
Einstaklingar með tekjubil 4.696.435-5.093.040  kr.         Fá 25% afslátt
Einstaklingar með tekjubil 5.093.041 kr.og hærra Fá 0%   afslátt
Hjón/sambúðarfólk með tekjubil 0-6.578.759 kr. Fá 100% afslátt
Hjón/sambúðarfólk með tekjubil 6.578.760-6.969.324 kr.         Fá  75% afslátt
Hjón/sambúðarfólk með tekjubil 6.969.325-7.383.438 kr.         Fá  50% afslátt
Hjón/sambúðarfólk með tekjubil 7.383.439-7.762.228 kr.         Fá   25% afslátt
Hjón/sambúðarfólk með tekjubil 7.762.229 kr. og hærra Fá     0% afslátt
Hámarksafsláttur af fasteignaskatti verður ekki hærri en 98.750 kr.
Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt.
Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið thor@stykkisholmur.is eða hringja í síma 433-8100
 
Getum við bætt efni síðunnar?