Fara í efni

Íbúaþing um endurskoðun á skólastefnu Stykkishólmsbæjar

19.04.2022
Fréttir
Þriðjudaginn 10. maí nk. verður haldið opið íbúaþing um endurskoðun á skólastefnu Stykkishólmsbæjar. Starfshópur um endurskoðun á skólastefnu Stykkishólmsbæjar stendur fyrir íbúaþinginu þar sem tekið verður samtal um stefnuna og íbúum gefin kostur á því að láta skoðanir sínar í ljós.
Á fundinum verður rætt um stöðu skólamála, styrkleika, hvað brýnast er að bæta, helstu sóknarfæri, væntingar og óskir.
Íbúaþingið verður haldið í húsnæði Amtbókasafnsins þriðjudaginn 10.maí kl. 18:15. Boðið verður upp á súpu og brauð á þinginu.
Íbúar eru hvattir til virkrar þátttöku!
Þeir sem hyggjast mæta eru beðnir um að skrá sig á viðburðinn á facebook svo hægt sé að áætla fjölda.
Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.
Smelltu hér til að skoða núgildandi skólastefnu Stykkishólmsbæjar.
Getum við bætt efni síðunnar?