Sumarstörf í Stykkishólmi
VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR?
Stykkishólmsbær auglýsir eftir starfsfólki í Þjónustumiðstöð og flokkstjórum til að starfa við vinnuskólann sumarið 2022.
FLOKKSSTJÓRAR VINNUSKÓLA Æskilegt er að umsækjendur fyrir flokkstjóra hafi náð 20 ára aldri og hafi: Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum. Vinnutími er frá kl. 8:00-17:00 alla virka daga. Starfið felst í slætti og umhirðu grænna svæða ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í Þjónustumiðstöð. Starfstímabil er frá síðla maímánaðar og til síðari hluta ágústmánaðar. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 17:00 virka daga. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Beck Agnarsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar í síma 892-1189, og Ríkharður Hrafnkelsson, mannauðs- og launafulltrúi, í síma 433-8100, en einnig má beina fyrirspurnum á netfangið rikki@stykkisholmur.is. Hægt er að sækja um á íbúagátt Stykkishólmsbæjar, en einnig má skila inn umsóknum á netfangið rikki@stykkisholmur.is.
STARFSMENN Í SLÁTTUGENGI
Umsækendur þurfa að hafa verkvit og áhuga á útiveru, auk þess að vera sjálfstæðir í vinnubrögðum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kjalar