Fara í efni

Stykkishólmur cocktail weekend framundan

11.04.2022
Fréttir

Kokteilahátíðin ?Stykkishólmur cocktail weekend? verður haldin hátíðleg dagana 14.-17. apríl. Á hátíðinni keppa helstu barir og veitingastaðir bæjarins um að blanda besta kokteilinn.

Allir staðirnir sem taka þátt munu bjóða upp á sinn keppnisdrykk yfir helgina á góðu verði, dómnefnd fer svo á milli staða og tilkynnir sigurvegarann á laugardagskvöldinu. Hægt er að taka þátt í happdrætti með því að safna límmiðum sem fást með keyptum drykk á hverjum stað. Dregið verður úr happdrættinu í Samkomuhúsinu, Aðalgötu 6, á laugardagskvöldinu.

Þátttakendur hátíðarinnar í ár eru Fosshótel, Skipper, Narfeyrarstofa, Sjávarborg café, Sjávarpakkhúsið og Hótel Egilsen.
Dagská helgarinnar má sjá hér

Fimmtudagur 14. apríl

  • 15:30 Norska húsið ? Sýningaropnun Sara Gillies
  • 16:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
  • 20:00 Tónleikar, Morjane Ténéré á Sjávarborg Guesthouse
  • 21:00 Pubquiz á Narfeyrarstofu *Nauðsynlegt að panta borð fyrirfram í síma 841-2000

Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 18:00
Skipper opið frá 18:00-22:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 16:00-01:00
Hótel Egilsen

Föstudagur 15. apríl

  • 14:00-16:00 Samkomuhúsið opið, leikir & skál!
  • 14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
  • 17:00-18:00 Norska húsið ? Kokteilboð og tónleikar í Stáss stofunni
  • 18:00?22:00 Sjávarpakkhúsið - Sex rétta smakkseðill með kokteila pörun
  • 22:00?00:00 Sjávarpakkhúsið ? Skál!

Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 12:00
Skipper opið frá 12:00-01:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-00:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen

Laugardagur 16. apríl

  • 14:00-16:00 Samkomuhúsið opið, leikir & skál!
  • 14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
  • 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið - Sex rétta smakkseðill með kokteila pörun
  • 22:00 Verðlaunaafhending í Samkomuhúsinu
  • 23:00-03:00 Trúbador á Skipper

Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 12:00
Skipper opið frá 12:00-03:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen

 
Sunnudagur 17. apríl

  • 14:00-18:00 Happy hour á Fosshótel
  • 21:00 Fosshótel - Partý bingó

Opnunartímar:
Narfeyrarstofa opið frá 18:00
Skipper opið frá 12:00-22:00
Sjávarpakkhúsið opið frá 18:00-23:00
Sjávarborg café opið frá 10:00
Fosshótel Stykkishólmur opið frá 14:00-01:00
Hótel Egilsen

 

Á myndinni hér að neðan má sjá Ívar Sindra Karvelsson blanda keppnisframlag Hótel Egilssen árið 2016, þegar hátíðin var fyst haldin. En það voru þeir Ívar og Jón Viðar Pálsson sem komu hátíðinni á kopp.

Getum við bætt efni síðunnar?