Auglýsing - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Stykkishólmsbæ
TILLAGA AÐ BREYTINGU Á DEILISKIPULAGI VÍKURHVERFIS Í STYKKISHÓLMSBÆ OPINN ÍBÚAFUNDUR 5. MAÍ Tillagan verður til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, ráðhúsinu og sundlauginni frá 12. apríl 2022 til 25. maí 2022. Kynningarfundur fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila verður fimmtudaginn 5. maí kl. 17 í Amtbókasafni Stykkishólms. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma athugasemdum á framfæri til og með 25. maí 2022. Þær skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.
Þann 30. mars síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svæðið sem breytingin nær til er 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins norður af Borgarbraut. Deiliskipulagsbreytingin er tilkomin vegna mikillar jarðvegsdýptar á hluta svæðisins og þörf fyrir fjölgun lóða annarstaðar. Markmiðið er einnig að stuðla að betri landnýtingu, þétta byggð með fjölgun minni lóða, auka fjölbreytileika íbúðareininga, auka skjólmyndun, fegra yfirbragð hverfisins, bæta við vistgötum og tryggja gott aðgengi að verslun, þjónustu, leik- og útivistarsvæðum.
Stykkishólmi, 12. apríl 2022.
Kristín Þorleifsdóttir
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar