Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Roni Horn ásamt Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Önnu í Vatnasafni
Fréttir

Roni Horn ásamt Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Önnu í Vatnasafni

Laugardaginn 7. september verða tónleikar og upplestur í Vatnasafni í Stykkishólmi, aðgangur er ókeypis. Bergþóra Snæbjörnsdóttir mun hefja dagskrána með upplestri síðan mun Kristín Anna halda tónleika og sjálf Roni Horn líkur svo dagskránni með upplestri.
03.09.2019
Heilsuefling eldri borgara heldur áfram
Fréttir

Heilsuefling eldri borgara heldur áfram

Heilsueflingin hefst þriðjudaginn 9. september og verða hópatímar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 auk þess verða opnir tímar í Átaki kl. 10:20 á miðvikudögum og kl. 9:30 á föstudögum.
03.09.2019
Blóðbankabíllinn í Stykkishólmi 4. september
Fréttir

Blóðbankabíllinn í Stykkishólmi 4. september

Miðvikudaginn 4. september verður blóðbankabíllinn við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi kl. 8:30-12:00.
02.09.2019
Liston boðar sameiningu
Fréttir

Liston boðar sameiningu

Alþýðulistamaðurinn Liston kom færandi hendi í Ráðhúsið í Stykkishólmi nú í morgun. Hann færði Stykkishólmsbæ að gjöf verk sem er að hluta unnið úr grjóti sem hrundi úr Súgandisey fyrr í sumar.
30.08.2019
Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV í Stykkishólmi

Atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður með skipulagða viðtalstíma í Ráðhúsinu í Stykkishólmi fyrsta mánudag hvers mánaðar í allan vetur.
29.08.2019
Námskeið á skipulagsdegi.
Fréttir

Námskeið á skipulagsdegi.

Starfsmenn leikskólans sátu námskeið á skipulagsdegi 19. ágúst s.l. þar sem viðfangsefnið var ,,Vinátta - eineltisverkefni Barnaheilla" og bangsinn Blær. Eins og áður hefur komið fram í leikskólafréttum þá gaf Kvenfélagið Hringurinn hér í Stykkishólmi okkur námsefnið fyrir eldri börnin s.l. haust og á vormánuðum var gjafafé frá Lionsklúbbi Stykkishólms m.a. notað til að kaupa námsefnið fyrir yngri börnin. Alla tónlistina í verkefninu má finna á Spotify ef leitað er eftir ,,Vinátta". Það voru þær Linda Hrönn Þórisdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheill og Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts í Borgarnesi sem leiðbeindu starfsmönnum leikskólans þennan dag, en Ugluklettur var einn af þeim leikskólum sem prufukenndu námsefnið í upphafi og hefur náð góðum árangri með það.
27.08.2019
Samstarfsverkefni leik- grunn- og tónlistarskóla
Fréttir

Samstarfsverkefni leik- grunn- og tónlistarskóla

Á síðasta skólaári sótti Grunnskólinn í Stykkishólmi í samvinnu við leikskólann og tónlistarskólann um styrki til Sprotasjóðs varðandi verkefni á skólaárinu 2019-2020. Sótt var um styrki vegna fjögurra verkefna og fengust styrkir í þrjú þeirra. Leikskólinn er samstarfsaðili í tveimur verkefnanna og nú fer sú vinna að hefjast. Það eru árgangar 2014 og 2015 sem taka þátt, í sitt hvoru verkefninu.
27.08.2019
Lord Nelson í höfn í Stykkishólmi
Fréttir

Lord Nelson í höfn í Stykkishólmi

Breska seglskútan Lord Nelson lagðist við bryggju í Stykkishólmi í gærkvöldi og hélt sína leið nú í morgun. Skútan er á hringferð í kringum landið og er önnur af tveimur skútu, sinnar tegundar, í eigu Jubilee Sailing Trust, sem er sérstaklega hönnuð með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Skútan var smíðuð árið 1986 og ber, líkt og höfnin í Stykkishólmi, bláfánann stolt.
27.08.2019
Óheimilt að synda í höfninni
Fréttir

Óheimilt að synda í höfninni

Borið hefur á því undanfarið að ungmenni hafi gert sér að leik að stökkva fram af bryggjunni í sjóinn. Vert er að taka fram að þetta er með öllu óheimilt þar sem mikil hætta getur skapast af slíku.
26.08.2019
Ákvarðanir í samráði við íbúa
Fréttir

Ákvarðanir í samráði við íbúa

Síðastliðinn fimmtudag sendi Stykkishólmsbær þrjá fulltrúa á vinnufund á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð. Fundurinn var haldinn í Kópavogi og var fyrsti liður í nýju verkefni þar sem fjögur sveitarfélög fá aðstoð fagmanna við að beita samráðsaðferðum við ákvarðanatöku.
26.08.2019
Getum við bætt efni síðunnar?