Fara í efni

Rúmlega 43 milljónir úthlutaðar til 92 verkefna

18.01.2021
Fréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands var haldin sl. föstudag. Þetta er sjöunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands.
Veittir voru  92 verkefnastyrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 43.270.000 króna. 
Alls bárust 124 umsóknir og í heildina sóttu verkefnin samanlagt um rúmlega 176 mkr.
Á meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk voru nokkur frá Stykkishólmi, má þar nefna eftirfarandi:
 Verkefni  Umsækjandi   Styrkupphæð  Klifurveggur í Stykkishólmi  Kontiki ehf.  500.000 kr.  Finsen's súkkulaði  Hafnargata ehf.  500.000 kr.  Menningardagskrá í Stykkishólmi 2021 Félag atvinnulífs í Stykkishólmi  500.000 kr.  Rannsóknarstofa Árna Thorlaciusar  Anok Margmiðlun ehf.  250.000 kr.  Skotthúfan 2021  Norska húsið  250.000 kr.  Júlíana hátíð sögu og bóka  Júlíana, félagasamtök  300.000 kr.  Menningardagskrá í Norska húsinu  Norska húsið  500.000 kr.Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur úthlutað í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja.  Á föstudaginn sl. hlutu 68 verkefni á sviði menningar styrk sem námu 26.000.000 kr. , 17 verkefni hlutu styrk til atvinnuþróunar upp á alls 11.970.000 kr. og þá voru veittar 5.300.000 kr. til stofn- og rekstarstyrkja á sviði menningar.

Hægt er að sjá lista yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk í frétt á vef SSV.

Getum við bætt efni síðunnar?