Fara í efni

Bæjarstjórn unga fólksins

13.05.2024
Fréttir

Fyrsti fundur bæjarstjórnar unga fólksins fór fram síðastliðinn miðvikudag, 8. maí. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja til svara.

Á fundinum síðastliðinn miðvikudag var bæjarstjórn meðal annars hvött til að leggja áherslu á að tryggja félagsmiðstöðinni betra húsnæði fyrir sína starfsemi. Lagar voru fram tillögur að bættri og aukinni götulýsingu og bæjarstjón hvött til að skoða möguleika á tvískiptum sorptunnum á ljósastaura og gefa þannig gangandi vegfarendum kost á að flokka sorp. Þá voru málefni Fjölbrautaskóla Snæfellinga tekin til umræðu og farið yfir niðurstöður úr lýðræðisþingi Grunskólans í Stykkishólmi sem fram fór 15. apríl síðastliðinn. Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins kölluðu meðal annars eftir aukinni verklegri kennslu í grunnskóla og hvöttu bæjarstjón til að taka mötuneytismál í skólanum til athugunar, með tilliti til gæða máltíða og fyrirkomulags.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skoða fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins.

Bæjarstjórn unga fólksins 1. fundur

Fundurinn var einnig tekinn upp og er nú aðgengilegur á youtuberás sveitarfélagins.  Sjá hér að neðan.

Heiðrún Edda stýrði fundi
Getum við bætt efni síðunnar?