Fara í efni

Skipulagsnefnd

24. fundur 17. september 2024 kl. 16:30 - 21:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Gunnar Ásgeirsson (GÁ)
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
    Aðalmaður: Gretar D. Pálsson
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37

Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 37. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

2.Borgarhlíð 8 - sólskáli

Málsnúmer 2408020Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn Hólmfríðar Gísladóttur, annars lóðarhafa Borgarhlíðar 8, um afstöðu skipulagsnefndar til mögulegrar stækkunar á húsinu til suðurs sbr. framlagða skissu dags. 08.08.2024. Um er að ræða u.þ.b. 30 m2 sólstofu. Núverandi gluggar yrðu fjarðlægðir og opnað úr sólstofunni inn í íbúðina.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í stækkun hússins sbr. framlagða skissu. Parhúsið er á deiliskipulögðu svæði og þarf sólskálinn því að vera innan byggingarreits skv. deiliskipulagi.

3.Umsókn um byggingarheimild - Skólastígur 6

Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer

Helga H. Sigurðardóttir sækir um leyfi fyrir stækkun á 13 m2 geymsluskúr við Skólastíg 6 og breyta honum í 22,7 m2 notarými, gestahús, geymslu og þvottahús. Þar sem að umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi frá 2011, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.



Skólastígur 6 er einbýli á tveimur hæðum reist á bilinu 1907-1920 í nýklassískri timburhúsagerð og er því friðað. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin 362 m2 og íbúðarhúsið 105 m2 (118 skv. HMS). Nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi er 0,33. Eitt bílastæði er á lóðinni en heimild er fyrir öðru. Í deiliskipulaginu er ekki heimild fyrir stækkun geymsluskúrsins en heimilt er að byggja nýjan 8 m2 geymsluskúr með hámarkshæð 2,8 m.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafi láti vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin minnir á mikilvægi almennra skilmála deiliskipulagsins um stærðir, hlutföll og efnisval/notkun í gamla bænum. Þakform getur verið einhalla eða mænisþak.

4.Reitarvegur - dsk br. v Reitarvegs 10

Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið sækir um að láta vinna breytingu á deiliskipulagi íbúðar- og athafnasvæðis við Reitarveg (2018 m.s.br. frá 2020) í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar sbr. 1. mgr. 40. gr. og kynningar á vinnslustigi sbr. 4. mgr. 40. gr. laganna. Breytingin felst í að útbúa lóð utan um núverandi skemmu, sem í gildandi skipulagi er víkjandi. Sú lóð yrði þá Reitarvegur 10a og skemman ekki lengur víkjandi.
Skipulagsnefnd hafnar umsókn um stofnun lóðar utan um skemmu og leggur til að settur verði tímarammi um niðurrif eða flutning skemmunnar.

5.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Agustsonreit.



Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.



Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús.
Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, leggur nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.

6.Vigraholt (Saurar 9) - br á aðalskipulagi 2024

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Sjá málsgögn fyrir "Vigraholt (Saurar 9) Deiliskipulag 2024
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdaraðila að breytingum í tillögu að breytingu á aðalskipulagi þ.m.t. að draga úr byggingarmagni á VÞ-1. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna með skipulagsráðgjafa að uppfæra greinargerð með hliðsjón af breytingum í greinargerð deiliskipulags.

7.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma í samræmi við 1. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.



Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.



Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 með athugasemdafresti til 06.09.2024.
Tillaga skipulagsfulltrúa:
1. Vegna ítrekaðra athugasemda Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Lands og skógar og Breiðafjarðarnefndar, leggur skipulagsfulltrúi til að Land og skógur eða annar þar til bær fagaðili geri úttekt á birkiskógi/kjarri á svæðinu og að niðurstaða úttektarinnar verði lögð fyrir skipulagsnefnd áður en endanlega afstaða verður tekin til skipulags frístundabyggðarinnar. Slík úttekt getur verið byggð á vettvangsathugun eða greiningu úr drónaflugi.
Til þess að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum, leggur skipulagsfulltrúi jafnframt til eftirfarandi:
2. Að dregið úr hámarksbyggingarheimild frístundahúsa, íbúðarhúsa og aukahúsa.
3. Að dregið verði úr hámarkshæð gisihýsa í VÞ-2 og VÞ-3 til þess að draga úr sjónrænum áhrifum.
4. Að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið.
5. Að notuð verði gegndræp yfirborðsefni á innkeyrslur og bílastæði.
6. Að umferð báta á Sauravatni og innanverðum Virgrafirði verði óheimil á varptíma.
7. Að bygging bátahúsa, rampa, bryggja og/eða annarra mannvirkja fyrir báta sé framkvæmdaleyfisskyld og leitað verði umsagna viðeigandi lögbundinna umsagnaraðila.
8. Að lóð nr. 13 verði minnkuð næst Vigrafirði til þess að tengja betur saman náttúru- og minjasvæði þannig að það myndi eitt samfellt svæði.

Skipulagsnefnd (KGJ, HH, AGJ, SHÞ) samþykkir lið 4 en hafnar öðrum liðum. ABV situr hjá vegna skerts aðgengis að fundarmannagátt.

Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn. Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, felur nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum um hámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.

ABV situr hjá vegna skerts aðgengis að fundarmannagátt.

8.Kallhamar: vinnslutillaga deiliskipulags

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir grænan iðngarð við Kallhamar.

Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna vinnslutillögu fyrir athafnasvæði við Kallhamar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu deilidkipulags athafnasvæðis við Hamraenda.

9.Hamraendar: vinnslutillaga deiliskipulags

Málsnúmer 2406000Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu vinnslutillaga deiliskipulags fyrir athafnasvæði viið Hamraenda. Bæring Bjarnar Jónsson, skipulagsráðgjafi kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna vinnslutillögur fyrir athafnasvæðið við Hamraenda í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim minniháttar uppfærslum sem ræddar voru á fundinum. Kynna skal vinnslutillögurnar samhliða breytingu á aðalskipulagi eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. gr. 30. gr. laganna og vinnslutillögu athafnasvæðis við Kallhamar.

10.Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025

Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið sækir um heimild til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðarar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð. Breytingin felst í færslu á byggingarreit innan svæðið og skilmálagerð fyrir lóðina og húsið.



Skilmálar í gildandi deiliskipulagi frá 2015 eru:

1. Lóðin er ekki sérstaklega afmörkuð á skipulaginu.

2. Tvær lóðir eru ætlaðar fyrir skógrækt samtals 10,1 ha. ´

3. Á skógræktarlóð er afmarkaður byggingarreitur fyrir skógræktarstarf.

4. Lýsing á byggingum skal ekki valda ljósmengun.

5. Heimilt er að vera með eitt útiljós logandi á byggingu við aðkomudyr.

6. Óheimilt er að koma fyrir ljósastaur á lóð.

7. Koma má fyrir rotþró á lóð skógræktar.

8. Byggingarefni er timbur, járn og önnur létt byggingarefni.

9. Í byggingu á skógræktarlóð má vera snyrting.

10. Bílastæði skulu vera innan lóðar. Á skógræktarlóðum eru 16 bílastæði.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi. Afmarka skal sérstaka lóð fyrir húsið með hliðsjón af meðfylgjandi uppdrætti.

11.Reitarvegur 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2409023Vakta málsnúmer

Baldur Úlfarsson sækir um að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna Reitarvegs 2. Breytingin felst í allt að 35 m2 viðbyggingu norðan við núverandi hús og allt að 35 m2 nýbyggingu á sunnanverðri lóðinni þar sem áður stóð bygging.



Lóðin er 717 m2 og núverandi bygging er 65 m2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er nýtingahlutfall 0.1 og telst lóðin fullbyggð. Húsið var byggt árið 1906 og er því friðað. Ekki má hreyfa við byggingunni án leyfis og samráðs við Minjastofnun. Þar er einnig tekið fram að ef núverandi hús á lóð eyðileggst er heimilt að endurbyggja það eða byggt nýtt hús jafnstórt innan byggingarreits þess.
Skipulagsnefnd tekur vel í fyrirhugaðar breytingar og veitir lóðarhafa heimild til þess að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nefndin leggur áherslu á að viðbyggingin og nýbyggingin verði í samræmi við núverandi byggingu hvað varðar hlutföll, gluggasetningu og efnisnotkun. Ennfremur skal athuga vel hvort minjar leynist á lóðinni.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?