Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 32
Málsnúmer 2401007FVakta málsnúmer
Lögð fram 32. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 33
Málsnúmer 2402004FVakta málsnúmer
Lögð fram 33. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
3.Skipulagsnefnd - 20
Málsnúmer 2402002FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
4.Ungmennaráð - 5
Málsnúmer 2403001FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 5. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.
5.Bæjarráð - 20
Málsnúmer 2403002FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 20. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.
Bókun Í listans:
Íbúalistinn leggur áherslu á að eftir afgreiðslu ársreiknings ár hvert, verði í framhaldi haldinn opinn kynningarfundur fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðu reikninganna og hvernig niðurstaðan er miðað við upphaflega fjárhagsáætlun ársins. Einnig verði gerð grein fyrir þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið í bæjarstjórn.
Ragnar Már Ragnarsson
Erla Friðriksdóttir
Heiðrún Höskuldsdóttir
Til máls tóku RMR og SIM
Bókun Í listans:
Íbúalistinn leggur áherslu á að eftir afgreiðslu ársreiknings ár hvert, verði í framhaldi haldinn opinn kynningarfundur fyrir íbúa sveitarfélagsins þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðu reikninganna og hvernig niðurstaðan er miðað við upphaflega fjárhagsáætlun ársins. Einnig verði gerð grein fyrir þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið í bæjarstjórn.
Ragnar Már Ragnarsson
Erla Friðriksdóttir
Heiðrún Höskuldsdóttir
Til máls tóku RMR og SIM
6.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
Lagðar fram fundargerðir 944.og 945. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
8.Frammistöðuskýrsla Snæfellsness vegna EarthCheck umhverfisvottunar
Málsnúmer 2403001Vakta málsnúmer
Lögð fram fram frammistöðuskýrsla Snæfellsness vegna EarthCheck umhverfisvottunar.
Lagt fram til kynningar.
9.Stofnun barnaverndarþjónustu Snæfellsness, Borgarbyggðar & Hvalfjarðarsveitar
Málsnúmer 2403002Vakta málsnúmer
Lögð er fram tillaga um að sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu með Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit og að gerður verði viðauki við samning Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar, sem birtur hefur verið í
Stjórnartíðindum nr. 121/2024, um leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkti, á 20. fundi sínum, þáttöku sveitarfélagsins fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þáttöku sveitarfélagsins á grunni fyrirliggjandi gagna.
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram tillaga að afgreiðslu erindisins.
Stjórnartíðindum nr. 121/2024, um leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkti, á 20. fundi sínum, þáttöku sveitarfélagsins fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þáttöku sveitarfélagsins á grunni fyrirliggjandi gagna.
Fyrir bæjarstjórn er lögð fram tillaga að afgreiðslu erindisins.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um barnaverndarþjónustu, sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002, á Vesturlandi þar sem Borgarbyggð mun taka að sér að vera leiðandi sveitarfélag.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að viðauka/samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf.
Bæjarstjóra er einnig falið að undirrita viðaukann/samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að viðauka/samningi um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig hafa samþykkt umrætt samstarf.
Bæjarstjóra er einnig falið að undirrita viðaukann/samninginn að lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til síðari umræðu til staðfestingar.
10.Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 2208025Vakta málsnúmer
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 20. fundi sínum að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við nýju þátttöku sveitarfélagsins um barnaverndarmál.
Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram til fyrri umræðu tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms sem felur í sér viðauka við samþykktina í tengslum við samstarf um barnaverndarþjónustu, þar á meðal framsal á valdi í barnaverndarþjónustu frá sveitarfélaginu til Borgarbyggðar.
Með vísan til afgreiðslu bæjarráðs er lögð fram til fyrri umræðu tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms sem felur í sér viðauka við samþykktina í tengslum við samstarf um barnaverndarþjónustu, þar á meðal framsal á valdi í barnaverndarþjónustu frá sveitarfélaginu til Borgarbyggðar.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að breytingu á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms til síðari umræðu í bæjarstjórn.
11.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins
Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer
Lögð fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu.
Bæjarráð samþykkti, á 20. fundi sínum, að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 20. fundi sínum, að sveitarfélagið leggi sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
12.Hjallatangi 48 - DSK óv br
Málsnúmer 2403009Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nónvíkur frá 2011 vegna Hjallatanga 48.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 20. fundi sínum, að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkti á 20. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar, að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól bæjarstjóra að afgreiðir tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar með þeirri viðbótartillögu að lóðin verði auglýst laus til úthlutunar í kjölfar skipulagsbreytinga.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 20. fundi sínum, að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkti á 20. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar, að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól bæjarstjóra að afgreiðir tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar með þeirri viðbótartillögu að lóðin verði auglýst laus til úthlutunar í kjölfar skipulagsbreytinga.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar í kjölfar skipulagsbreytingar.
13.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2024-2025
Málsnúmer 2402017Vakta málsnúmer
Skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi kom til fundar við bæjarráð, á 20. fundi bæjarráðs, og kynnti áherslur í starfi skólans á næsta skólaári og tillögu að kennslukvóta.
Bæjarráð samþykkti að kennslukvóti yrðu 463 tímar skólaárið 2024-2025.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti að kennslukvóti yrðu 463 tímar skólaárið 2024-2025.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
14.Uppbygging hafnarmannvirkja Stykkishólmshafnar
Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um framtíðaruppbyggingu hafnarmannvirkja ásamt fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Á 5. fundi hafnarstjórnar tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir í minnisblaði Vegagerðarinnar og hvatti Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.
Bæjarráð óskaði, á 20. fundi sínum, á grunni áherslna hafnarstjórnar, formlega eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Á 5. fundi hafnarstjórnar tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir í minnisblaði Vegagerðarinnar og hvatti Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.
Bæjarráð óskaði, á 20. fundi sínum, á grunni áherslna hafnarstjórnar, formlega eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
15.Ráðning byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2401018Vakta málsnúmer
Lögð fram niðurstaða hæfninefndar og ráðgjafa um ráðningu byggingarfulltrúa.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 20. fundi sínum, að samþykkja tillögu hæfnisnefndar um ráðningu byggingafulltrúa.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn, á 20. fundi sínum, að samþykkja tillögu hæfnisnefndar um ráðningu byggingafulltrúa.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hæfninefndar og ráðgjafa um að ráða Höskuld Reyni Höskuldsson í starf byggingarfulltrúa og felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi við hann.
16.Útsvar á fjármagnstekjur
Málsnúmer 2403017Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga frá Í-lista þar sem lagt er til að bæjaryfirvöld sendi hvatningu til ríkisvaldsins um að gera lagabreytingar þess efnis að útsvar verði lagt ofaná fjármagnstekjur. Það getur ekki gengið að sveitarfélagið fái engan hlut fjarmagnstekna en þurfa að standa undir allri nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísaði málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð vísaði málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn Stykkishólms leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum tekjustofna til samræmis við þau mikilvægu verkefni sem þau sinna og hvetur til þess að hraðað verði vinnu við endurskoðun á regluverki í kringum tekjutilflutning til að tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar til sveitarfélaga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ályktunina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ályktunina.
17.Þjóðhátíðarnefnd
Málsnúmer 2211003Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi forsætisráðuneytisins vegna hátíðarhalda í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins.
Kjör í Þjóðhátíðarnefnd vegna hátíðarhalda 17. júní 2024 liggur fyrir bæjarstjórn, en bæjarráð vísaði á 20. fundi sínum skipun nefndarinnar til næsta bæjarstjórnarfundar.
Kjör í Þjóðhátíðarnefnd vegna hátíðarhalda 17. júní 2024 liggur fyrir bæjarstjórn, en bæjarráð vísaði á 20. fundi sínum skipun nefndarinnar til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda í Þjóðhátíðarnefnd 2024:
1.
Þórhildur Eyþórsdóttir (formaður)
2.
Daníel Ali Kazmi
3.
Boris Spasojevic
4.
Guðrún Bergmann Agnarsdóttir
5.
Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir
6.
Víglundur Jóhannsson
7.
Hermann Hermannsson
8.
Alfa Magðalena Frost
9.
Jón Ragnar Daðason
10.
Ósk Hjartardóttir
1.
Þórhildur Eyþórsdóttir (formaður)
2.
Daníel Ali Kazmi
3.
Boris Spasojevic
4.
Guðrún Bergmann Agnarsdóttir
5.
Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir
6.
Víglundur Jóhannsson
7.
Hermann Hermannsson
8.
Alfa Magðalena Frost
9.
Jón Ragnar Daðason
10.
Ósk Hjartardóttir
Fundi slitið - kl. 17:30.
Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
- 2211003 - Þjóðhátíðarnefnd
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 17 á dagskrá fundarins.