Útsvar á fjármagnstekjur
Málsnúmer 2403017
Vakta málsnúmerBæjarráð - 20. fundur - 18.03.2024
Lögð fram tillaga frá Í-lista þar sem lagt er til að bæjaryfirvöld sendi hvatningu til ríkisvaldsins um að gera lagabreytingar þess efnis að útsvar verði lagt ofaná fjármagnstekjur. Það getur ekki gengið að sveitarfélagið fái engan hlut fjarmagnstekna en þurfa að standa undir allri nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn - 23. fundur - 21.03.2024
Lögð fram tillaga frá Í-lista þar sem lagt er til að bæjaryfirvöld sendi hvatningu til ríkisvaldsins um að gera lagabreytingar þess efnis að útsvar verði lagt ofaná fjármagnstekjur. Það getur ekki gengið að sveitarfélagið fái engan hlut fjarmagnstekna en þurfa að standa undir allri nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísaði málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð vísaði málinu til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn Stykkishólms leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja sveitarfélögum tekjustofna til samræmis við þau mikilvægu verkefni sem þau sinna og hvetur til þess að hraðað verði vinnu við endurskoðun á regluverki í kringum tekjutilflutning til að tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar til sveitarfélaga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ályktunina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ályktunina.