Þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna
Málsnúmer 2303019
Vakta málsnúmerBæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Lögð fram þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna kirkjunnar, sem samþykkt var á Kirkjuþingi 11. mars 2023, þar sem gengið er út frá því að fasteignir í tilteknum prestaköllum verði ekki hluti fríðinda framtíðarpresta, þ.m.t. fasteign kirkjunnar í Stykkishólmsprestakalli að Lágholti 9 í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn - 11. fundur - 30.03.2023
Lögð fram þingsályktun Kirkjuþings 2022-2023 um sölu fasteigna kirkjunnar, sem samþykkt var á Kirkjuþingi 11. mars 2023, þar sem gengið er út frá því að fasteignir í tilteknum prestaköllum verði ekki hluti fríðinda framtíðarpresta, þ.m.t. fasteign kirkjunnar í Stykkishólmsprestakalli að Lágholti 9 í Stykkishólmi.
Ályktun bæjarráðs frá 9. fundi lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ályktun bæjarráðs frá 9. fundi lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólms lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stefnu Kirkjuþings varðandi sölu fasteigna á landsbyggðinni þar sem stefnan geti komið niður á mikilvægum prestaköllum á landsbyggðinni, þ.m.t. Stykkishólmsprestakalli. Bæjarstjórn Stykkishólms leggur þunga áherslu á að heimild til sölu fasteignarinnar í Stykkishólmi verði ekki nýtt nema að undangengnu samráði við sóknarnefnd og sóknarprest og með samþykki þeirra.
Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum yfir stefnu Kirkjuþings varðandi sölu fasteigna á landsbyggðinni þar sem stefnan geti komið niður á mikilvægum prestaköllum á landsbyggðinni, þ.m.t. Stykkishólmsprestakalli. Sveitarfélagið leggur þunga áherslu á að heimild til sölu fasteignarinnar í Stykkishólmi verði ekki nýtt nema að undangengnu samráði við sóknarnefnd og sóknarprest og með samþykki þeirra.