Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023-2026.
Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, en þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023-2026.
Til máls tóku:HH,HG,RMR,SIM og JBSJ
Bókun Viðaukinn snýr fyrst og fremst að aukinni lántöku. Undirrituð leggjast gegn aukinni lántöku sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2023 eru áætlaðar 60 milljón kr. í lántöku og er því verið að auka lántöku á árinu um 67%. Að öðru leyti vísum við í bókun undir lið 20 um uppbyggingu Víkurhverfis.
Íbúalistinn Haukur Garðarsson Ragnar Már Ragnarsson Heiðrún Höskuldsdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-listans: H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu. Þær áherslur hafa ekkert breyst frá samþykktri fjárhagsáætlun og taka engum breytingum með samþykkt þessa viðauka.
Til máls tóku:HH,HG,RMR,SIM og JBSJ
Bókun
Viðaukinn snýr fyrst og fremst að aukinni lántöku. Undirrituð leggjast gegn aukinni lántöku sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2023 eru áætlaðar 60 milljón kr. í lántöku og er því verið að auka lántöku á árinu um 67%. Að öðru leyti vísum við í bókun undir lið 20 um uppbyggingu Víkurhverfis.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
H-listinn leggur áherslu á að draga ekki úr grunnþjónustu, standa vörð um fjölskyldur og fyrirtæki, sækja af ábyrgð fram með mikilvægum fjárfestingum innviða á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka á tímabilinu. Þær áherslur hafa ekkert breyst frá samþykktri fjárhagsáætlun og taka engum breytingum með samþykkt þessa viðauka.
Bæjarfulltrúar H-listans:
Þórhildur Eyþórsdóttir
Hrafnhildur Hallvarðsddóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Steinunn I. Magnúsdóttir