Fara í efni

Nesvegur 12 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2310005

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 11.10.2023

Lögð fram til afgreiðslu umsókn Kristján Sveinssonar, lóðarhafa Nesvegs 12, um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík samkvæmt framlagðri tillögu.



Undanfarin ár hefur Kristján starfrækt fyrirtækið Kontiki ehf. sem býður m.a. upp á kajakferðir í Stykkishólmi. Til þess að mæta aukinni eftirspurn árið um kring, óskar lóðarhafi eftir því að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Nesveg 12 og felst breytingin í breyttri notkun úr hafsækinni athafnastarfsemi í blandaða hafsækna athafna- og ferðaþjónustu og færslu á byggingareit til norðausturs þar sem miðlína reits verður á miðlínu lóðar.
Skipulagsnefnd hafnar breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík samkvæmt framlagðri tillögu.
Gretar D. Pálsson yfirgefur fundinn.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Kristján Sveinsson kom inn á fundinn.
Lögð fram umsókn Kristján Sveinssonar, lóðarhafa Nesvegs 12, um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík samkvæmt framlagðri tillögu.



Undanfarin ár hefur Kristján starfrækt fyrirtækið Kontiki ehf. sem býður m.a. upp á kajakferðir í Stykkishólmi. Til þess að mæta aukinni eftirspurn árið um kring, óskar lóðarhafi eftir því að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Nesveg 12 og felst breytingin í breyttri notkun úr hafsækinni athafnastarfsemi í blandaða hafsækna athafna- og ferðaþjónustu og færslu á byggingareit til norðausturs þar sem miðlína reits verður á miðlínu lóðar.



Skipulagsnefnd hafnaði breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík, á 14. fundi sínum, samkvæmt framlagðri tillögu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að leita annara leiða í samráði við lóðarhafa.
Kristján vék af fundi.
Getum við bætt efni síðunnar?