Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður
Málsnúmer 2011035
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021
Lagt fram erindi sem Breiðafjarðarnefnd hefur sent umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt tillögum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Erindið er í formi skýrslu sem nefnist: Framtíð Breiðafjarðar. Samantekt og niðurstöður upplýsingaöflunar og samráðs.
Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021
Erla Friðriksdóttir vék af fundi.
Lagt fram erindi sem Breiðafjarðarnefnd hefur sent umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt tillögum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Erindið er í formi skýrslu sem nefnist: Framtíð Breiðafjarðar. Samantekt og niðurstöður upplýsingaöflunar og samráðs.
Þá er lögð fram bókun 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu bókunar atvinnu- og nýsköpunarnefndar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Þá er lögð fram bókun 6. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu bókunar atvinnu- og nýsköpunarnefndar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vill benda á að í niðurstöðum Breiðafjarðarnefndar er fullyrt að af umsögn Stykkishólmsbæjar við skýrslu nefndarinnar um framtíð Breiðafjarðar megi ráða að sveitarfélagið „sé ekki tilbúið í samstarf um frekari verndun.“ Einnig er fullyrt að „umsögn Stykkishólmsbæjar var ólík umsögnum hinna sveitarfélaganna.“ Er þessum fullyrðum harðlega mótmælt af hálfu Stykkishólmsbæjar.
Stykkishólmsbær og íbúar sveitarfélagsins hafa lengi verið í farabroddi á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála og er ekkert í umsögn Stykkishólmsbæjar sem gefur tilefni til þess að bærinn sé ekki tilbúinn í samstarf um vernd Breiðafjarðar, hvort sem litið er til landslags, jarðmyndana, lífríkis og/eða menningarminja. Þvert á móti bar umsögnin með sér að vilji væri til samstarfs í þeim efnum þar sem tekið var undir tillögu nefndarinnar um endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar. Í ljósi þess verður jafnframt ekki séð að umsögn Stykkishólmsbæjar sé efnislega ólík eða skeri sig sérstaklega frá umsögnum annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem tóku einnig jákvætt í endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar, en gátu ekki tekið jákvætt í aðrar tillögur nefndarinnar. Var því ekki tilefni til þess af hálfu Breiðafjarðarnefndar að draga Stykkishólmsbæ sérstaklega fram með þeim neikvæða hætti sem nefndin gerði í niðurstöðum sínum.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur að öðru leyti undir bókun og tillögu atvinnu- og nýsköpunarnefndar, sér í lagi þeirrar aðferðarfræði sem lagt er til við endurskoðun á lögunum enda leggur bæjarstjórn áherslu á að vinna við endurskoðun á lögunum verði gerð í samvinnu við heimamenn.
Samþykkt með fjórum atkvæðum tveir sátu hjá.
Til máls tóku:HH,SIM,JBJ,HG og LÁH
Stykkishólmsbær og íbúar sveitarfélagsins hafa lengi verið í farabroddi á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála og er ekkert í umsögn Stykkishólmsbæjar sem gefur tilefni til þess að bærinn sé ekki tilbúinn í samstarf um vernd Breiðafjarðar, hvort sem litið er til landslags, jarðmyndana, lífríkis og/eða menningarminja. Þvert á móti bar umsögnin með sér að vilji væri til samstarfs í þeim efnum þar sem tekið var undir tillögu nefndarinnar um endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar. Í ljósi þess verður jafnframt ekki séð að umsögn Stykkishólmsbæjar sé efnislega ólík eða skeri sig sérstaklega frá umsögnum annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi sem tóku einnig jákvætt í endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar, en gátu ekki tekið jákvætt í aðrar tillögur nefndarinnar. Var því ekki tilefni til þess af hálfu Breiðafjarðarnefndar að draga Stykkishólmsbæ sérstaklega fram með þeim neikvæða hætti sem nefndin gerði í niðurstöðum sínum.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar tekur að öðru leyti undir bókun og tillögu atvinnu- og nýsköpunarnefndar, sér í lagi þeirrar aðferðarfræði sem lagt er til við endurskoðun á lögunum enda leggur bæjarstjórn áherslu á að vinna við endurskoðun á lögunum verði gerð í samvinnu við heimamenn.
Samþykkt með fjórum atkvæðum tveir sátu hjá.
Til máls tóku:HH,SIM,JBJ,HG og LÁH
Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021
Lögð fram umsögn Umhverfis- og náttúruverndarnefndar vegna skýrslu Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
Bæjarráð samþykkir að senda umsögn nefndarinnar til Breiðafjarðarnefndar og umhverfisráðuneytisins.
Að Breiðafjarðarnefnd skuli leggja til við umhverfis- og auðlindaráðherra tillögur óbreyttar þeim sem settar voru fram í fyrrnefndri skýrslu frá nóvember 2020 er með slíkum eindæmum að nefndin hefur glatað trúverðugleika sínum til að hafa forystu um frekari útfærslu fyrrgreindra tillagna. Tillögurnar eru lítt rökstuddar og engin umræða né mat hefur átt sér stað um áhrif þeirra á atvinnulíf við Breiðafjörð.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vekur athygli á að Stykkishólmsbær hefur verið leiðandi afl í umfjöllun um verndun Breiðafjarðar. Bæjarfélagið líkt og fjölmargir landeigendur og hagsmunaaðilar við Breiðafjörð vilja sjá vistvænt, sjálfbært og fjölskrúðugt atvinnulíf byggt á auðlindum Breiðafjarðar blómstra um ókomna tíð.
Stofnun þjóðgarðs neðansjávar í Breiðafirði og tilnefning Breiðafjarðar eða hluta hans á lista Ramsarsvæða eða á Heimsminjaskrá UNESCO þarf að vinnast í sátt við sveitarfélög, landeigendur og hagsmunaaðila. Tillögur þess efnis eru ekki tímabærar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við umhverfis- og auðlindaráðherra að skipa starfshóp sem í eiga sæti, fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðherra, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra, fulltrúar hagaðila við Breiðafjörð, t.a.m. landeigenda og sjómanna og fulltrúar sveitarfélaga við Breiðafjörð sem verði meirihluti nefndarmanna. Starfshópurinn geri tillögur til ráðherra um endurskoðun á lögum um vernd Breiðafjarðar og leiti m.a. eftir hugmyndum frá Breiðafjarðarnefnd.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Halldórs Árnasonar, Kára Hilmarssonar, Kára Geirs Jenssonar og Mögdu Kulinsku á móti einu atkvæði Söru Hjörleifsdóttur.