Aukið raforkuöryggi
Málsnúmer 2208036
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022
Bæjarstjóri gerir grein fyrir áherslum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi til að styrkja flutningskerfi raforku og auka stöðugleika í afhendingu á svæðinu. Ný 132 kv. lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð er forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd vekur athygli á að skortur á raforkuöryggi stendur atvinnuuppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, en afhendingaröryggi raforku er ekki nægjanlegt til þeirra notenda sem fyrir eru. Miklu skiptir að lögð verði hið fyrsta 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3. fundur - 25.08.2022
Á 1. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir áherslum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi til að styrkja flutningskerfi raforku og auka stöðugleika í afhendingu á svæðinu. Ný 132 kv. lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð er forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi.
Á 1. fundi sínum vakti avinnu- og nýsköpunarnefnd athygli á að skortur á raforkuöryggi stendur atvinnuuppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, en afhendingaröryggi raforku er ekki nægjanlegt til þeirra notenda sem fyrir eru. Miklu skiptir að lögð verði hið fyrsta 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð.
Á 1. fundi sínum vakti avinnu- og nýsköpunarnefnd athygli á að skortur á raforkuöryggi stendur atvinnuuppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, en afhendingaröryggi raforku er ekki nægjanlegt til þeirra notenda sem fyrir eru. Miklu skiptir að lögð verði hið fyrsta 132 kv. lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísar í fyrri bókanir og ályktanir fastanefnda og bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar vegna málsins sem liggja fyrir fundinum.
Bæjarstjórn skorar á orkumálaráðherra og Landsnet að vinna hörðum höndum að því að tryggja svæðinu flutningsgetu og raforkuöryggi þannig að svæðið geti tekið þátt í nauðsynlegum orkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi.
Bæjarstjórn skorar á orkumálaráðherra og Landsnet að vinna hörðum höndum að því að tryggja svæðinu flutningsgetu og raforkuöryggi þannig að svæðið geti tekið þátt í nauðsynlegum orkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi.