Framboð og fjölbreytileiki í tómstundum
Málsnúmer 2204006
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og íþróttanefnd - 83. fundur - 13.04.2022
Umræður um framboð og fjölbreytileika í tómstunda- og æskulýðsmálum, helstu áherslur og forvarnir.
Umræður um framboð og fjölbreytileika í tómstunda- og æskulýðsmálum. Æskulýðs- og íþróttanefnd telur að framboð og fjölbreytileiki í tómstunda- og æskulýðsmálum sé ágætt í Stykkishólmi miðað við stærð á bæjarfélagi. Ekki er verið að fullnýta alla þá aðstöðu sem er til staðar en vöntun er á þjálfurum. Nefndin telur þörf á auknu framboði af tómstundum fyrir almenning, svo sem hjólreiðafélag og skokkhópar.