Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar
Málsnúmer 2302036Vakta málsnúmer
Ingveldur Eyþórsdóttir, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, kemur til fundar og ræðir starf Félags- og skólaþjónustunnar.
2.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer
Til fundar kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.
Á 29. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Á 29. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Kristrún kynnti vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu. Fram kom að heildarstaðan í grunnskólanum er góð en tækifæri eru til staðar til að styðja enn frekar við kennara og endurskoða kennsluaðferðir.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu fyrir grunnskólann.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu fyrir grunnskólann.
3.Innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer
Uppfærðar innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi lagðar fram til samþykktar í skóla- og fræðslunefnd.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir uppfærðar innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi.
4.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Skipulag á betri vinnutíma í leikskólanum gengur vel.
Skipulag á betri vinnutíma í leikskólanum gengur vel.
5.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var stuttlega um kjaradeilu kennara. Hljóðið er þungt í kennurum.
Rætt var um læsisstefnu og Logos greiningarpróf sem metur hvort nemandi glími við leshömlur. Skólinn kaupir nú vinnu við greiningarprófin af verktaka. Kennari við skólann hefur áhuga á að ná sér í réttindin.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur til þess að fundin verði leið til tryggja að í skólanum starfi aðili sem hefur réttindi til að leggja fyrir Logos greiningarpróf
Rætt var stuttlega um kjaradeilu kennara. Hljóðið er þungt í kennurum.
Rætt var um læsisstefnu og Logos greiningarpróf sem metur hvort nemandi glími við leshömlur. Skólinn kaupir nú vinnu við greiningarprófin af verktaka. Kennari við skólann hefur áhuga á að ná sér í réttindin.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur til þess að fundin verði leið til tryggja að í skólanum starfi aðili sem hefur réttindi til að leggja fyrir Logos greiningarpróf
6.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda
Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um styttingu vinnuvikunnar. Mikilvægt er að klára skipulagningu á framkvæmd styttingu vinnuvikunnar í tónlistarskólanum.
Rætt var um viðhald á húsnæði tónlistarskólans. Viðhald sem hófst í fyrra vor hefur enn ekki verið klárað að fullu. Það á t.d. eftir að tengja ljós og stöðva leka.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að uppfæra reglugerð fyrir Tónlistarskóla Stykkishólms og einnig hvetur hún skólastjóra til að klára starfslýsingu deildastjóra skólans.
Kristjón yfirgaf fundinn.
Rætt var um styttingu vinnuvikunnar. Mikilvægt er að klára skipulagningu á framkvæmd styttingu vinnuvikunnar í tónlistarskólanum.
Rætt var um viðhald á húsnæði tónlistarskólans. Viðhald sem hófst í fyrra vor hefur enn ekki verið klárað að fullu. Það á t.d. eftir að tengja ljós og stöðva leka.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að uppfæra reglugerð fyrir Tónlistarskóla Stykkishólms og einnig hvetur hún skólastjóra til að klára starfslýsingu deildastjóra skólans.
Kristjón yfirgaf fundinn.
7.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um mikilvægi þess að bæta gæslu í búningsklefum í íþróttahúsi á meðan Snæfellsíþróttir fara fram.
Rætt var um mikilvægi þess að bæta gæslu í búningsklefum í íþróttahúsi á meðan Snæfellsíþróttir fara fram.
Fundi slitið - kl. 18:50.
Skóla- og fræðslunefnd fagnar auknu samstarfi Félags- og skólaþjónustunnar við skóla á svæðinu.
Skóla- og fræðslunefnd styður beiðni Félags- og skólaþjónustunnar um að ráða til sín starfsmann í starf málstjóra fyrir skólana.
Ingveldur yfirgaf fundinn.