Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

18. fundur 13. febrúar 2025 kl. 16:15 - 18:50 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson Matsveinn
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Kristjón Daðason skólastjóri tónlistarskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Veronika G. Sigurvinsdóttir
  • Þóra Margrét Birgisdóttir skólastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar

Málsnúmer 2302036Vakta málsnúmer

Ingveldur Eyþórsdóttir, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, kemur til fundar og ræðir starf Félags- og skólaþjónustunnar.
Ingveldur segir frá starfi Félags- og skólaþjónustunnar. Félags- og skólaþjónustan vill auka þjónustu við skólana.

Skóla- og fræðslunefnd fagnar auknu samstarfi Félags- og skólaþjónustunnar við skóla á svæðinu.

Skóla- og fræðslunefnd styður beiðni Félags- og skólaþjónustunnar um að ráða til sín starfsmann í starf málstjóra fyrir skólana.

Ingveldur yfirgaf fundinn.

2.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer

Til fundar kemur Kristrún Birgisdóttir, frá Ásgarði skólaráðgjafarþjónustu, til að gera grein fyrir vinnu Ásgarðs við úttekt á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.



Á 29. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til kynningar og umfjöllunar í skóla- og fræðslunefnd.
Kristrún kynnti vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu. Fram kom að heildarstaðan í grunnskólanum er góð en tækifæri eru til staðar til að styðja enn frekar við kennara og endurskoða kennsluaðferðir.

Skóla- og fræðslunefnd fagnar vinnu Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu fyrir grunnskólann.

3.Innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2502011Vakta málsnúmer

Uppfærðar innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi lagðar fram til samþykktar í skóla- og fræðslunefnd.
Skóla- og fræðslunefnd samþykkir uppfærðar innritunarreglur Leikskólans í Stykkishólmi.

4.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Skipulag á betri vinnutíma í leikskólanum gengur vel.

5.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var stuttlega um kjaradeilu kennara. Hljóðið er þungt í kennurum.
Rætt var um læsisstefnu og Logos greiningarpróf sem metur hvort nemandi glími við leshömlur. Skólinn kaupir nú vinnu við greiningarprófin af verktaka. Kennari við skólann hefur áhuga á að ná sér í réttindin.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur til þess að fundin verði leið til tryggja að í skólanum starfi aðili sem hefur réttindi til að leggja fyrir Logos greiningarpróf

6.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um styttingu vinnuvikunnar. Mikilvægt er að klára skipulagningu á framkvæmd styttingu vinnuvikunnar í tónlistarskólanum.
Rætt var um viðhald á húsnæði tónlistarskólans. Viðhald sem hófst í fyrra vor hefur enn ekki verið klárað að fullu. Það á t.d. eftir að tengja ljós og stöðva leka.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að uppfæra reglugerð fyrir Tónlistarskóla Stykkishólms og einnig hvetur hún skólastjóra til að klára starfslýsingu deildastjóra skólans.
Kristjón yfirgaf fundinn.

7.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um mikilvægi þess að bæta gæslu í búningsklefum í íþróttahúsi á meðan Snæfellsíþróttir fara fram.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?