Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

14. fundur 21. maí 2024 kl. 16:15 - 19:15 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Arna Sædal Andrésdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Stykkishólms
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Heimir Eyvindsson skólastjóri grunn- og tónlistarskóla
  • Greta María Árnadóttir foreldraráði leikskóla
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi félags- og skólaþjónustunnar

Málsnúmer 2302036Vakta málsnúmer

Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, kemur til fundar við nefndina og gerir grein fyrir starfsemi félags- og skólaþjónustunnar.
Sveinn Þór Elínbergsson stóð fyrir svörum um starfsemi og þjónustu félags- og skólaþjónustunnar. Ekki hefur tekist að ráða skólasálfræðing, en verktakar hafa sinnt hluta starfsins þetta skólaárið. Auglýst verður á ný eftir sálfræðingi.

Skóla- og fræðslunefnd lýsir áhyggjum sínum á skorti á þjónustu frá Félags- og skólaþjónustunni við skóla í Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Nefndin fagnar þó væntanlegum breytingum á næsta skólaári, þar sem samstarf barnaverndarþjónustu mun gera félagsráðgjöfum þjónustunnar kleift að sinna skólafélagsráðgjöf í meira mæli. Skóla- og fræðslunefnd telur brýnt að Félags- og skólaþjónustan bæti upplýsingagjöf til foreldra, barna, skólastjórnenda og starfsfólks skóla um þá þjónustu sem í boði er. Til að mynda með fundi með leik- og grunnskólastjórum í upphafi skólaárs. Forstöðumaður tók vel í að einn félagsráðgjafi sinnti skólaráðgjöf fast í hverju sveitarfélagi.
Sveinn yfirgefur fundinn.

2.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um aukna opnun frístundaheimilis í ágúst. Málið er í vinnslu.
Rætt var um þarfar endurbætur á skólalóð, grasið er orðið lélegt og mölin á lóðinni gróf. Það myndi gera mikið fyrir svæðið að bæta við nokkrum bekkjum til að sitja á.

3.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

4.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Engin skýrsla barst.
Starfið hefur gengið mjög vel að undanförnu. Nýr umsjónarmaður mun taka við starfinu í haust.

5.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

Rætt var um þá hugmynd að koma upp matstofu fyrir elstu börnin, þar sem þau geta skammtað sér sjálf mat og ráðið hvar þau sitja þegar þau borða.

6.Ráðning skólastjóra

Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer

Á 25. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms, þann 15. maí, samþykkti bæjarstjórn að ráða Þóru Margréti Birgisdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi og Tónlistarskóla Stykkishólms. Ákvörðun bæjarstjórnar er byggð á niðurstöðu ráðgjafa Attentus sem taldi Þóru Margréti mæta best þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um starfið eftir heildarmat á hæfni umsækjenda.
Heimi er þakkað fyrir ánægjulegt samstarf.

7.Önnur mál skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer

Rætt var um salernismál grunnskólans.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?