Dreifbýlisráð
Dagskrá
1.Fundargerð eigendafundar félagsheimilisins Skjaldar
Málsnúmer 2402009Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð eigendafundar félagsheimilisins Skjaldar sem fram fór 8. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins
Málsnúmer 2310038Vakta málsnúmer
Lagðar fram leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga, en með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags.
Á 18. fundi sínum, fól bæjarráð bæjarstjóra að taka málefnið upp á vettvangi dreifbýlisráðs og óska eftir megináherslum frá ráðinu.
Á 18. fundi sínum, fól bæjarráð bæjarstjóra að taka málefnið upp á vettvangi dreifbýlisráðs og óska eftir megináherslum frá ráðinu.
Dreifbýlisráð vísar leiðbeiningum um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga til freari vinnslu í ráðinu.
3.Heimasíður og lén
Málsnúmer 2401024Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi kerfisstjóra um lénið skjoldur.is og helgafellssveit.is. Bæjarstjóri óskar álits dreifbýlisráðs á erindi kerfisstjóra.
Dreifbýlisráð telur rétt að halda léninu helgafellssveit.is áfram og að það lén áframsendist sjálfkrafa framvegis á heimasíðu sveitarfélagsins. Dreifbýlisráð telur rétt að halda léninu Skjoldur.is áfram þar til framtíðarsýn fyrir notkun hússins liggur fyrir.
Inn á fundinn koma Herborg Sigríður Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk, og Guðlaug Sigurðardóttir, fulltrúi Ungmennafélagsins Helgafell.
4.Félagsheimilið Skjöldur
Málsnúmer 2302013Vakta málsnúmer
Í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru málefni vegna endurbóta félagsheimilsins Skjaldar tekin til umræðu sem og fyrirhuguð umsjón með húsnæðinu næsta sumar.
Bæjarráð fól, á 18. fundi sínum, bæjarstjóra að taka málefni Skjaldar og viðhaldsþörf að nýju upp við dreifbýlisráð/hússtjórn Skjaldar, ásamt starfsfólki sveitarfélagsins, með tilliti til forgangsröðunar á viðhaldi húsnæðisins með það að markmiði að tímasetja nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir þannig að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í síðasta lagi 1. júní nk. Bæjarráð lagði einnig til við dreifbýlisráð/hússtjórn að hússtjórn útfæri og auglýsi eftir umsjónarmanni með húsnæði Skjaldar næsta sumar og vísaði kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna starfsmanns til næsta viðauka.
Undir þessum lið fundar dreifbýlisráð með öðrum fulltrúum eigenda félagsheimilisins.
Bæjarráð fól, á 18. fundi sínum, bæjarstjóra að taka málefni Skjaldar og viðhaldsþörf að nýju upp við dreifbýlisráð/hússtjórn Skjaldar, ásamt starfsfólki sveitarfélagsins, með tilliti til forgangsröðunar á viðhaldi húsnæðisins með það að markmiði að tímasetja nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir þannig að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í síðasta lagi 1. júní nk. Bæjarráð lagði einnig til við dreifbýlisráð/hússtjórn að hússtjórn útfæri og auglýsi eftir umsjónarmanni með húsnæði Skjaldar næsta sumar og vísaði kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna starfsmanns til næsta viðauka.
Undir þessum lið fundar dreifbýlisráð með öðrum fulltrúum eigenda félagsheimilisins.
Dreifbýlisráð/hússstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að hefja viðhaldsframkvæmdir á klósettum í samræmi við fyrirliggjandi teikningu og er formanni dreifbýlisráðs falið, fyrir hönd ráðsins og annarra eigenda (hússtjórnar), að fylgja málinu eftir fyrir þeirra hönd, taka nauðsynlegar ákvarðanir og halda þeim upplýstum um framvindu þess. Kostnaður af framkvæmdinni skiptist eftir eigendahlut samkvæmt eigendasamningi.
Formanni dreifbýlisráðs falið, fyrir hönd hússtjórnar, að leggja fram tillögu að umsjónarmanni eða fyrirkomulagi við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Formanni dreifbýlisráðs falið, fyrir hönd hússtjórnar, að leggja fram tillögu að umsjónarmanni eða fyrirkomulagi við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Af fundi víkja Herborg Sigríður Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk, og Guðlaug Sigurðardóttir, fulltrúi Ungmennafélagsins Helgafell.
Fundi slitið - kl. 18:30.