Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

3. fundur 04. desember 2023 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir formaður
  • Anna Lind Særúnardóttir aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún Magnea Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Björn Haraldsson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) varamaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Magnea Magnúsdóttir ritari
Dagskrá
Boðað var til fundar í velferðar- og jafnréttismálanefnd 27. nóvember 2023 þar sem farið var yfir hluta af boðaðri dagskrá, en á þeim fundi var samþykkt samhljóða að boðað yrði til framhaldsfundar 4. desember 2023 til að ljúka við þá liði sem eftir stóðu.

1.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Rannveig Ernudóttir, forstöðumaður Höfðaborgar, kemur til fundar og gerir grein fyrir starfi Höfðaborgar og stefnumörkun í málefnum eldra fólks í Stykkishólmi.
Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, kynnti aðkomu sína að starfsemi öldrunarþjónustu í Stykkishólmi. Á framhaldsfundi kom forstöðumaður Höfðaborgar til fundar við nefndina og gerði grein fyrir starfseminni.

2.Málefni kynsegin samfélags

Málsnúmer 2301016Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu kynsegin samfélagsins í sveitarfélaginu.
Velferðar- og jafnréttismálenfnd fór sameiginlega yfir samninga milli Samtakanna 78 við önnur sveitarfélög, útfærslur ræddar og mikilvægi hinsegin fræðslu í sveitarfélaginu. Nefndir bendir á í því sambandi að mikilvægt sé að starfsfólk sveitarfélagsins mæti á slíka fræðslu. Nefndin leggur áherslu á að fræðsla fyrir börnin gæti verið mótuð eftir skólastigum (yngsta stig, miðstig og efsta stig). Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umfjöllun um þessi málefni til frekari vinnslu í nefndinni.

3.Kvennafrídagurinn

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði, Kvennafrídagurinn, sem var haldinn 24. október sl., en á honum lögðu konur og kvár víðsvegar um land niður störf. Formaður gerir grein fyrir aðkomu og frumkvæði velferðar- og jafnréttismálanefndar Stykkishólms að viðburðinum og fyrir viðburðinum og aðgerðum í Stykkishólmi.
Formaður gerir grein fyrir aðkomu sinni og frumkvæði velferðar- og jafnréttismálanefndar Stykkishólms að viðburðinum og aðgerðum í Stykkishólmi.

Velferðar- og jafnréttismálanefndar þakkar öllum hluteigandi kærlega fyrir sitt framlag sitt til þessa baráttudags og formanni fyrir sitt frumkvæði við skipulagningu dagsins í Stykkishólmi.

4.Málefni heilsugæslunnar

Málsnúmer 2309011Vakta málsnúmer

Umræður um breytingar í þjónustu heilsugæslunnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd fangar því að símsvarakerfi í Stykkishólmi var nýlega sameinað heilsugæslu í Grundarfirði og heilsugæslu í Ólafsvík.

5.Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks, en markmið grænbókar er að leggja mat á stöðu í málefnum innflytjenda og flóttafólks, greina áskoranir og tækifæri til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Tillaga að úrbótum á aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf um breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.



Á 14. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskaði jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur það forgangsatriði að koma fyrir klefa fyrir fatlaða í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sem nýtist jafnframt fyrir öll kyn sé það nokkur kostur og að styrkur verði sóttur til þess verkefnis, en leggur jafnframt áherslu á að það sé brýn þörf á lyftu í grunnskólanum og mikilvægt að það mál seinki ekki.

7.Akstursþjónusta í Stykkishólmi

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu sveitarfélaga frá félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ásamt núgildandi reglum um akstustþjónustu aldraðara og gjaldskrá.
Farið var yfir útfærslu akstursþjónustu og fyrirlögð gögn. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lýsti akstursþjónustunni í Stykkishólmi.

8.Reglur sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu - Miðstöð öldrunarþjónustu

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lögð drög að reglum sveitarfélagsins um stuðningsþjónustu vegna þjónustu Höfðaborgar.
Velferðar- og jafnfréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög.

9.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Velferðar- og jafnfréttismálanefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár.

10.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027

Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Velferðar- og jafnfréttismálanefnd leggur áherslu á aukna sálfræðiþjónustu barna í sveitarfélaginu, en staðan í dag óboðleg. Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur að fyrirkomulag og ráðstöfun til orlofssjóðs húsmæðra sérstaka og ákveðin tímaskekkja. Velferðar- og jafnfréttismálanefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2024-2027.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?