Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

2. fundur 24. janúar 2023 kl. 16:30 - 17:41 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir formaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún Magnea Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Björn Haraldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Klaudia Gunnarsdóttir formaður
Dagskrá

1.Framlag úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2301005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna umsóknar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs vegna aðgengismála við Íþróttamiðstöðina á Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.

2.Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, ásamt viðaukum I og II við samninginn. Bæjarstjórn samþykkti, á 4. fundi sínum, að sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni.
Lagt fram til kynningar.
Velferðar- og jafnréttismálanefndin óskar eftir að starfsmaður umdæmisráðs barnaverndar komi á næsta fund og kynni fyrir nefndinni nýjan samning.

3.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu á samningi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Skólastíg 14 og samningur Stykkishólmsbæjar og heilbrigðisráðuneytisins um flutning á þjónustunni til HVE. Einnig er lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd leggur til að nýr forstöðumaður þjónustumiðstöðvar aldraðra verði ráðinn sem fyrst.

Einnig leggur nefndin til að velferðar- og jafnréttismálanefnd og öldungaráð fundi saman og útbúi drög að kynningarefni fyrir íbúa búseturéttaíbúða um hvernig staðan breytist eftir að hjúkrunarrýmin eru flutt til HVE. Kynningarefnið verði síðan sent til bæjarstjórnar til umsagnar.

Að lokum lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir skerðingu á þjónustu við íbúa sem gætu nýtt dagdvalarrými sem er einstaklega mikilvægt fyrir samfélagið.

4.Málefni kynsegin samfélags

Málsnúmer 2301016Vakta málsnúmer

Formaður nefndarinnar gerir grein fyrir stöðu kynsegin samfélags í sveitarfélaginu.
Nefndin óskar eftir að fá Magnús Inga Bæringsson, tómstundafulltrúa, á næsta fund til að kynna hver staðan er í þessum málum í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að í kjölfarið verði fræðsla fyrir íbúa Stykkishólms og Helgafellssveitar t.d. frá Samtökunum 78.

5.Móttaka flóttafólks á svæðinu

Málsnúmer 2211031Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, ásamt kröfulýsingu, kostnaðarlíkani og öðrum gögnum er tengjast móttöku flóttafólks.

Formaður gerði, á síðasta fundi, grein fyrir stöðu flóttamanna í Stykkishólmi og því starfi sem verið er að vinna nú þegar í þessum málaflokki.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísaði þá frerkari umræðu um þennan málaflokk til næsta fundar.
Lagt fram til kynningar.

6.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti, á 399. fundi sínum þann 12. maí 2021, erindisbréf starfshóps um málefni nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu. Lögð eru fram gögn frá vinnu starfshópsins. Formaður velferðar- og jafnréttismálanefndar gerir grein fyrir söðu málsins.
Nefndin óskar eftir því að fá Gunnlaug Smárason, formann og fyrrum fulltrúa bæjarstjórnar í starfshópi málefna nýrra íbúa og Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra, á næsta fund til að fara yfir stefnuna og mögulegar aðgerðir.

7.Jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049Vakta málsnúmer

Lögð fram til jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2022. Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skal sjá til þess að innan hvers sveitarfélags verði gerð áætlun fyrir nýtt kjörtímabil um markmið og aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun

Á fysta fundi sínum taldi velferðar- og jafnréttismálanefnd fyrirliggjandi jafnréttisáætlun góðan grunn að nýrri áætlun fyrir hið sameinaða sveitarfélag og fól formanni nefndarinnar að uppfæra áætlunina í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Dagskrá næsta fundar velferðar- og jafnréttismálanefndar

Málsnúmer 2301018Vakta málsnúmer

Umræður um dagskrá og vinnu nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:41.

Getum við bætt efni síðunnar?