Skipulags- og bygginganefnd
Dagskrá
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18
Málsnúmer 2201003FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 18. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar.
Lagt fram til kynningar.
2.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi
Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer
Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð.
Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021, í
samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna, með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Ábendingar sem bárust voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi vinnslutillögu til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á fundi sínum 3. maí 2021. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna þann 12. maí 2021 og í samræmi við þá afgreiðslu var tillagan auglýst og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí og gefinn 3 vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana. Tillagan var þá jafnframt send til umsagnar eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.
Þegar kynningar- og umsagnartími vinnslutillögu var liðinn var fjallað um þær athugasemdir og ábendingar sem bárust og þær afgreiddar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. september 2021 og af bæjarstjórn þann 30. september, en athugasemdir við auglýsta vinnslutillögu bárust frá Sjávarborg ehf., Hótel Fransiskus, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Sigurbjarti Loftssyni. Tillagan var þá jafnframt afgreidd til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir formlega auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við tillöguna, sbr. umsögn dags. 28. október 2021 og var tillagan því var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með 6 vikna athugasemdafresti. Auglýsing var birt á vef Stykkishólmsbæjar, í Skessuhorni og Lögbirtingablaðinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 30. desember 2021 . Sjálf tillagan var birt á vef bæjarins og lá frammi til sýnis á bæjarskrifstofu. Tölvupóstur með tillögunni var jafnframt sendur til allra sem gert höfðu athugasemdir. Engar frekari athugasemdir bárust. Ein minniháttar ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hefur texti verið lagfærður í samræmi við hana (sjá bls.7).
Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021, í
samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna, með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Ábendingar sem bárust voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi vinnslutillögu til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á fundi sínum 3. maí 2021. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna þann 12. maí 2021 og í samræmi við þá afgreiðslu var tillagan auglýst og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí og gefinn 3 vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana. Tillagan var þá jafnframt send til umsagnar eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.
Þegar kynningar- og umsagnartími vinnslutillögu var liðinn var fjallað um þær athugasemdir og ábendingar sem bárust og þær afgreiddar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. september 2021 og af bæjarstjórn þann 30. september, en athugasemdir við auglýsta vinnslutillögu bárust frá Sjávarborg ehf., Hótel Fransiskus, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Sigurbjarti Loftssyni. Tillagan var þá jafnframt afgreidd til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir formlega auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við tillöguna, sbr. umsögn dags. 28. október 2021 og var tillagan því var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með 6 vikna athugasemdafresti. Auglýsing var birt á vef Stykkishólmsbæjar, í Skessuhorni og Lögbirtingablaðinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 30. desember 2021 . Sjálf tillagan var birt á vef bæjarins og lá frammi til sýnis á bæjarskrifstofu. Tölvupóstur með tillögunni var jafnframt sendur til allra sem gert höfðu athugasemdir. Engar frekari athugasemdir bárust. Ein minniháttar ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hefur texti verið lagfærður í samræmi við hana (sjá bls.7).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og felur skipulagsfulltrúa að lagfæra tillöguna til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sipulags- og byggingarnefnd hefur þegar lagt til breytingar á reglum Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda samhliða breytingum á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.
3.Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer
Lögð er fram umsókn Jóns Sævars Baldurssonar um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við Sjávarflöt 6, sem verður samtengdur núverandi einbýlishúsi. Auk nýs bílskúrs hyggst eigandi einnig breyta núverandi útliti hússins með því að klæða það með báru og breyta jafnframt útliti glugga. Skipulagi innanhúss verður einnig breytt.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd.
Á 255. fundi sínum samþykkti nefndin að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð staðfesti, á 633. fundi sínum, samþykkt skipulags- og byggingarnefndar að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 og Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslagna nr. 132/2010 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana. Bæjarstjórn samþykkti tilögu bæjarráðs.
Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í kjölfar grenndarkynningar.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd.
Á 255. fundi sínum samþykkti nefndin að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð staðfesti, á 633. fundi sínum, samþykkt skipulags- og byggingarnefndar að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 og Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslagna nr. 132/2010 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana. Bæjarstjórn samþykkti tilögu bæjarráðs.
Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í kjölfar grenndarkynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi með tilvísun í athugasemd sem barst úr grenndarkynningu og varðar skuggavarp á nærliggjandi hús.
4.Umsókn um stöðuleyfi - Nýrækt 2a
Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer
Eiríkur Helgason sækir um, fyrir hönd Karls Þórs og Nesbrauðs, stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir gám í Nýrækt 2a. Staðsetningin er valin með það fyrir augum að nota gáminn sem geymslu fyrir Karl Þór og Nesbrauð og veita jafnframt skjól fyrir útigangshross.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita Eiríki Helgasyni stöðuleyfi fyrir gám til 12 mánaða.
5.Silfurgata 3 - Bílastæði
Málsnúmer 2111006Vakta málsnúmer
Tekið er fyrir að nýju, erindi frá Bjargey ehf, varðandi bílastæði við Silfurgötu 3. Á síðasta fundi sínum óskaði skipulags- og byggingarnefnd eftir frekari gögnum varðandi framkvæmdina. Lóðarhafa var tilkynnt um frestun málsins en hóf engu að síður framkvæmdir á lóðinni. Lóðarhafi skilaði inn afstöðumynd sem sýnir eitt stæði, 3,4m x 5 á breidd, en mæling á staðnum reyndist vera um 4 metrar.
Skipulags og byggingarnefnd þykir miður að lóðarhafi hafi byrjað framkvæmdir áður en málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd. Nefndin samþykkir að veita leyfi fyrir einu bílastæði, (2,5 x 5m), en sú ákvörðun verður endurskoðuð í deiliskipulagsvinnu er fyrir bæjarhlutann og stefnt er að hefjist næsta vetur.
Ragnar Már víkur af fundi.
6.Móholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2111011Vakta málsnúmer
Ingveldur Eyþórsdóttir sækir um leyfi fyrir 329,6 m2 parhúsi við Móholt 14-16. Þar sem að húsið nær út fyrir byggingarreit að hluta til, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti byggingaráform um parhús með þakkanti sem nær út fyrir byggingarreit. Þar sem að þakkanturinn snýr að hesthúsum, telur nefndin ekki þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga en samkvæmt henni er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulags- og byggingarnefnd vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Ragnar Már kemur aftur á fund.
7.Starfsleyfi urðunarstaðar Stykkishólmsbæjar við Ögursveg
Málsnúmer 2111015Vakta málsnúmer
Lagt fram starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir Stykkishólmsbæ vegna móttöku og meðhöndlunar úrgangs í landi við Ögursveg. Leyfið gildir til 11. nóvember 2037.
Lagt fram til kynningar.
8.Ægisgata 1 - Stefna
Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer
Lögð fram stefna Rakelar Olens og Agustson ehf. sem höfða mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands vegna málefna Ægisgötu 1 þar sem aðallega eru gerðar dómkröfur á hendur stefnda, Guðbrandi Björgvinssyni, en til vara á hendur stefndu, Guðbrandi Björgvinssyni og Stykkishólmsbæ. Málið var þingfest á seinasta reglulega dómþingi Héraðsdóms Vesturlands sem haldið var þriðjudaginn 7. desember 2021, en þar var þeim stefndu veittur frestur til að taka afstöðu til krafna stefnenda og halda uppi vörnum í málinu með því að leggja fram skriflega greinargerð um þær við lok þess frests sem veittur var.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið.