Fara í efni

Fréttir

Breyting á deiliskipulagi Reitarvegs tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi Reitarvegs tekur gildi

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Reitarvegar vegna stækkunar á byggingarreit fyrir sólskála á Sæmundarreit 8. Húsið var reist árið 1906 og stóð áður við Laugaveg 27b í Reykjavík og nýtur samkvæmt því friðunar vegna aldurs sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að raska húsinu, spilla því eða breyta, rífa eða flytja úr stað. Leitað var umsagnar Minjastofnunar, sem veitti jákvæða umsögn.
02.02.2024
Breyting á deiliskipulagi tekur gildi 13. febrúar
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi tekur gildi 13. febrúar

Þann 11. september 2023, samþykkti skipulagsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms vegna fyrihugaðra breytinga á og við Aðalgötu 16 í samræmi 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. breytingartillagan felst í niðurfellingu á bílskúrsreit, stækkun og tilfærslu á byggingarreit hússins og aðlögun lóðarmarka samkvæmt því ásamt færslu á stíg aftan við húsið.
31.01.2024
Agustsonreitur - Skipulagslýsing
Fréttir Skipulagsmál

Agustsonreitur - Skipulagslýsing

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels og íbúða á Agustsonreit í Stykkishólmi. Um er að ræða sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna.
31.01.2024
Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis
Fréttir Skipulagsmál

Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00. Áður var haldinn fundur um sama efni 19. desember síðastliðinn en svo óheppilega vildi til að fundurinn var á sama tíma og hátíðartónleikar Tónlistarskólans. Í ljósi þessa var ákveðið að halda annan fund og gefa þannig þeim sem ekki komust síðast kost á því að mæta nú og kynna sér breytinguna.
03.01.2024
Auglýsing um skipulag
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing um skipulag

Opnir kynningarfundir verða í Amtbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 19. desember kl. 17 fyrir Þingskálanes og kl. 18 fyrir Víkurhverfi. Þann 30. nóvember sl. samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur: Þingskálanes, Gæsatangi og Hamrar - Nýtt deiliskipulag og Víkurhverfi - Breyting á deiliskipulagi.
13.12.2023
Opinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu kl. 17 á miðvikudag.
Fréttir Skipulagsmál

Kynningarfundur um fyrirhugaða uppbyggingu á Vigraholti

Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 17:00 verður haldinn kynningarfundur á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi um fyrirhugaða uppbyggingu á Vigraholti. Á fundinum kynnir landeigandi skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu.  
21.11.2023
Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23

Bæjarráð, í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, samþykkti á 12. fundi sínum, þann 20. júní 2023, að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag og felst í færslu á byggingarreit fyrir bílskúr við Skúlagötu 23. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2007 er bílskúrsreiturinn staðsettur norðan megin við íbúðarhúsið en færist nú suður fyrir húsið.
10.11.2023
Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tekur gildi

Deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið við Skipavík tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 2. október. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 41. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms samþykkti þann 18. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún auglýst 26. apríl 2023 með athugasemdafrest til og með 9. júní 2023. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 24. maí. Með afgreiðslubréfi þann 17. ágúst sl., gerði Skipulagsstofnun minniháttar athugasemdir við skipulagstillöguna og var hún uppfært í samræmi við það. Stofnunin afgreiddi skipulagstillöguna án frekari athugasemda þann 22. september sl.
02.10.2023
Hilmar Hallvarðsson stýrði síðasta opna fundi vegna málsins, í mars sl.
Fréttir Skipulagsmál

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Skipavíkur

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis Skipavíkur verður haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00. Deiliskipulagstillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í móttöku ráðhússins að Hafnargötu 3, á opnunartíma kl. 10-15, til og með 9. júní 2023. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykkir henni.
22.05.2023
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík
Fréttir Stjórnsýsla Skipulagsmál

Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík

Þann 18. apríl sl. samþykkti bæjarstjórn sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu
25.04.2023
Getum við bætt efni síðunnar?