Fara í efni

Vinnslutillaga breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024

04.03.2024
Fréttir Skipulagsmál

Þann 29. febrúar sl, samþykkti bæjarstjórn að kynna vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing var auglýst 7. nóvember til 5.desember 2023 með kynningafundi 22. nóvember. Athugasemdir sem bárust hafa verið hafðar til hliðsjónar við gerð vinnslutillögunnar sem nú er kynnt.

Saurar 9 (Vigraholt) er 134,5 ha jörð, sem í dag er skilgreind sem landbúnaðarland og frístundabyggð með heimild fyrir allt að 93 sumarhúsum. Í vinnslutillögunni er landnotkun breytt í frístundabyggð, íbúðarbyggð og verslun og þjónustu með eftirfarandi heimildum:

  1. stækkun frístundabyggðar og fækkun frístundahúsa í allt að 33
  2. nýrri íbúðarbyggð fyrir allt að 10 íbúðarhús,
  3. gestahús á lóðum frístundahúsa og íbúðarhúsa,
  4. hóteli með allt að 60 herbergjum og tengdri þjónustu þ.m.t. baðlóni, veitingahúsi og brugghúsi og allt að 25 frístandandi hótelherbergjum í smáhýsum.

Heildarflatarmál bygginga á skipulagssvæðinu verður allt að 21.500 m2. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að aðalaðkomuleiðin að Vigraholti verði frá Stykkishólmsvegi við Vogaskeið eftir gamla Skógarstrandaveginum og að reiðleið færist vestur yfir Stykkishólmsveg. Við skipulag svæðisins er lögð áhersla á að framtíðaruppbygging taki mið af náttúru og sögu svæðisins og að hönnun bygginga og mannvirkja verði með þeim hætti að þau falli sem best að landslagi, náttúru og staðháttum.

Vinnslutillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is (málsnr. 794/2023), á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is og í ráðhúsinu.

Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina. Athugasemdafrestur við vinnslutillöguna er til og með 15. mars 2024.

Opið hús vegna vinnslutillögunnar verður þriðjudaginn 12. mars kl. 16-18.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér vinnslutillöguna.

Vinnslutillaga

Vinsamlega athugið að þessi auglýsing á við um vinnslutillögu. Þegar endanleg tillaga verður auglýst með 6 vikna athugasemdafresti , verður hún kynnt á opnum íbúarfundi.

Vigrafjörður. Mynd: Háskólasetur Íslands.
Getum við bætt efni síðunnar?