Fara í efni

Auglýsing um skipulag

13.12.2023
Fréttir Skipulagsmál

Þann 30. nóvember sl. samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur:

Þingskálanes, Gæsatangi og Hamrar - Nýtt deiliskipulag

Skipulagsgátt: mál nr. 942/2023

Auglýst er tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðar- og frístundasvæði á Þingskálanesi, Gæsatanga og Hömrum í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024. Skipulagssvæðið er um 86 ha að stærð. Í tillögunni er gert ráð fyrir þremur íbúðarhúsalóðum og þremur frístundahúsalóðum á Þingskálanesi og níu frístundahúsalóðum á Hömrum. Aðkoma að svæðinu verður af Sauravegi um Birkilund og Sauraskóg. Leitast verður við að fella byggingar og mannvirki að landslagi og vernda strandsvæði, birkiskóg og dýralíf.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra.

DSK - Þingskálanes

Víkurhverfi - Breyting á deiliskipulagi

Skipulagsgátt: mál nr. 948/2023.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Stykkishólmi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan er tilkomin vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar 12 íbúða fyrir Brák íbúðafélag hses. á 2800 m2 reit sem breytingin tekur til.

Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 um þéttari byggð og meiri fjölbreytni í stærðum íbúða og felst í meginatriðum í: fækkun lóða úr þremur í tvær, heimild fyrir fjórum tveggja hæða fjögurra íbúða húsum á lóðunum, fjölgun íbúða úr átta í sextán og fjölgun innkeyrslna frá Bauluvík um eina.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagsbreytingu við Víkurhverfi.

DSK - Víkurhverfi

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillögurnar á vef sveitarfélagsins (www.stykkisholmur.is), í Ráðhúsi Stykkishólms og í Skipulagsgáttinni (www.skipulagsgatt.is).

Athugasemdafrestur er til og með 26. janúar 2024 og skal skila ábendingum og/eða athugasemdum í Skipulagsgáttina undir ofangreindum málsnúmerum.

Opnir kynningarfundir verða í Amtbókasafninu í Stykkishólmi þriðjudaginn 19. desember kl. 17 fyrir Þingskálanes og kl. 18 fyrir Víkurhverfi.

Stykkishólmi 13. desember 2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi

Getum við bætt efni síðunnar?