Breyting á deiliskipulagi tekur gildi 13. febrúar
Breyting á deiliskipulagi gamla miðbæjar vegna Aðalgötu 16 tekur gildi 13. febrúar nk.
Þann 11. september 2023, samþykkti skipulagsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms vegna fyrihugaðra breytinga á og við Aðalgötu 16 í samræmi 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. breytingartillagan felst í niðurfellingu á bílskúrsreit, stækkun og tilfærslu á byggingarreit hússins og aðlögun lóðarmarka samkvæmt því ásamt færslu á stíg aftan við húsið.
Grenndarkynningin fór fram dagana 7. nóvember til 5. desember 2023 og náði til lóðarhafa Þvervegs 4, 6 og 8, Aðalgötu 14, 11 og 13 og Víkurgötu 6. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Aðalgötu 14 og Þvervegs 6.
Að grenndarkynningartíma loknum, óskaði lóðarhafi Aðalgötu 16 eftir því að gera minniháttar breytingu á byggingarreit til þess að koma fyrir lagnarými, sýna útlínur svala og stækka lóð Aðalgötu 14 að stíg. Þann 10. janúar sl. samþykkti skipulagsnefnd tillögu að minniháttar breytingum frá grenndarkynntri tillögu og samantekt athugasemda sem bárust ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörum nefndarinnar. Þann 25. janúar sl staðfesti bæjarstjórn afgreiðslu nefndarinnar og þar með deiliskipulagsbreytinguna.
Deiliskipulagið öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 13. febrúar nk. Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá áætluðum birtingardegi í B- deild Stjórnartíðinda eða til og með 13. mars 2024.
Deiliskipulagsbreytinguna má sjá hér að neðan.