Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

15. fundur 18. september 2024 kl. 16:15 - 18:45 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Veronika G. Sigurvinsdóttir
  • Þóra Sonja Helgadóttir fulltrúi foreldraráðs grunnskólans
  • Greta María Árnadóttir foreldraráði leikskóla
  • Klaudia S. Gunnarsdóttir fulltrúi kennara Grunnskóla Stykkishólms
  • Þóra Margrét Birgisdóttir skólastjóri grunn- og tónlistarskóla
  • Sunna Rós Arnardóttir fulltrúi frá Regnbogalandi
  • Tatjana Spasojevic Svitlica fulltrúi frá Regnbogalandi
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Rætt var um stoðþjónustu við skólann. Þörf fyrir stoðþjónustu er að aukast vegna nemenda samsetningar og aukinna krafna frá foreldrum. Til dæmis er nauðsynlegt að styðja betur við nemendur með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri leggur til að skólinn fái að ráða ÍSAT kennara til starfa við skólann.

Einnig voru húsnæðismál rædd. Skólabyggingin er komin að þolmörkum. Skóla- og fræðslunefnd leggur áherslu á að húsnæðismál grunnskólans verði skoðuð til hlítar. Mikilvægt er að leita leiða til að auka rými skólans, til dæmis með kálfum eða gámabyggingum. Einnig er nauðsynlegt að viðhald við núverandi húsnæði sé aukið.

2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda

Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Rætt var um viðhald á húsnæði tónlistarskólans. Passa þarf að viðhaldi á húnsæðinu sé sinnt reglulega.

3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Ekki hefur náðst að sinna dagskipulagi eins vel og vonast var eftir vegna skorts á starfsfólki.
Rætt var um mikilvægi þess að stuðningur sem börn hefðu í skólanum fylgdi þeim einnig inn í Regnbogaland.

Einnig var rætt um nauðsyn þess að Regnbogaland sé ekki eingöngu opið á skólatíma. Opna ætti 12. ágúst og loka ætti ekki fyrr en sumarnámskeið hefjast á vorin.
Skóla- og fræðslunefnd hvetur til þess að yfirumsjón Regnbogalandi færist frá grunnskóla yfir á íþrótta- og tómstundaráð

4.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Vegna fjölda barna og nemendasamsetningar á elstu deild leikskólans óska stjórnendur skólans eftir að fá að ráða tímabundið inn starfsmann til aðstoðar inn á deildinni. Skóla- og fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til að verða við þessari beiðni til að starfið í vetur gangi sem best fyrir sig.

5.Lýðræðisþing Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2405009Vakta málsnúmer

Á 1. fundi bæjarstjórnar unga fólksins var rýnt í niðurstöður úr lýðræðisþingi Grunskólans í Stykkishólmi sem fram fór 15. apríl 2023. Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins kölluðu meðal annars eftir aukinni verklegri kennslu í grunnskóla og hvöttu bæjarstjón til að taka mötuneytismál í skólanum til athugunar, með tilliti til gæða máltíða og fyrirkomulags.



Á 24. fundi sínum vísaði bæjarráð hugmyndum um aukna verklega kennslu í Grunnskóla Stykkishólms til vinnslu í skóla- og fræðslunefnd í samráði við skólastjóra.



Bæjarráð vísaði einnig athugasemdum um mötuneytismál í grunnskólanum til umfjöllunar til skóla- og fræðslunefnarnefndar í samráði við skólastjóra og forstöðukonu Höfðaborgar.



Lögð er fram upptaka af umfjöllun bæjarstjórnar unga fólksins um lýðræðisþing GSS þar sem nánar er fjallað um hugmyndir og athugasemdir bæjarstjórnar unga fólksins.
Rætt var um mötuneyti og verklega kennslu. Á þessu hausti hefur verið bætt við verklegri kennslu í náttúrufræði en ekki er aðstaða í skólanum fyrir t.d. verklega kennslu í efnafræði.

Einnig var fjallað um mál mötuneytis skólans. Breyting hefur verið gerð á skipulagi matmálstíma í skólanum og nú fer unglingastigið seinast í mat. Rætt var um mikilvægi þess að fara eftir ráðleggingum Landlæknis um hollt og næringarríkt mataræði.

6.Norræn tungumálakennsla í grunnskóla

Málsnúmer 2409016Vakta málsnúmer

Lagt fram er svar skólamálafulltrúa Sambandsins varðandi skyldu sveitarfélaga til greiðslu á sænskukennslu nemenda í grunnskóla. Skólastjóri geirir frekari grein fyrir málinu.
Skóla- og fræðslunefnd telur mikilvægt að koma til móts við slíka nemendur með styrk sem þyrfti að skoða í hverju tilfelli fyrir sig.

7.Önnur mál skóla- og fræðslunefndar

Málsnúmer 1811041Vakta málsnúmer

Rætt var um verkefnið Kveikjum neistann. Þar að auki var rætt um mikilvægi þess að efla þátttöku foreldra í námi barna sinna, m.a. með foreldranámskeiði.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?