Lýðræðisþing Grunnskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2405009
Vakta málsnúmerBæjarstjórn unga fólksins - 1. fundur - 08.05.2024
Fulltrúar Grunnskólans í Stykkishólmi gera grein fyrir niðurstöðum lýðræðisþings GSS sem fram fór þann 15. apríl síðastliðinn.
Skóla- og fræðslunefnd - 15. fundur - 18.09.2024
Á 1. fundi bæjarstjórnar unga fólksins var rýnt í niðurstöður úr lýðræðisþingi Grunskólans í Stykkishólmi sem fram fór 15. apríl 2023. Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins kölluðu meðal annars eftir aukinni verklegri kennslu í grunnskóla og hvöttu bæjarstjón til að taka mötuneytismál í skólanum til athugunar, með tilliti til gæða máltíða og fyrirkomulags.
Á 24. fundi sínum vísaði bæjarráð hugmyndum um aukna verklega kennslu í Grunnskóla Stykkishólms til vinnslu í skóla- og fræðslunefnd í samráði við skólastjóra.
Bæjarráð vísaði einnig athugasemdum um mötuneytismál í grunnskólanum til umfjöllunar til skóla- og fræðslunefnarnefndar í samráði við skólastjóra og forstöðukonu Höfðaborgar.
Lögð er fram upptaka af umfjöllun bæjarstjórnar unga fólksins um lýðræðisþing GSS þar sem nánar er fjallað um hugmyndir og athugasemdir bæjarstjórnar unga fólksins.
Á 24. fundi sínum vísaði bæjarráð hugmyndum um aukna verklega kennslu í Grunnskóla Stykkishólms til vinnslu í skóla- og fræðslunefnd í samráði við skólastjóra.
Bæjarráð vísaði einnig athugasemdum um mötuneytismál í grunnskólanum til umfjöllunar til skóla- og fræðslunefnarnefndar í samráði við skólastjóra og forstöðukonu Höfðaborgar.
Lögð er fram upptaka af umfjöllun bæjarstjórnar unga fólksins um lýðræðisþing GSS þar sem nánar er fjallað um hugmyndir og athugasemdir bæjarstjórnar unga fólksins.
Rætt var um mötuneyti og verklega kennslu. Á þessu hausti hefur verið bætt við verklegri kennslu í náttúrufræði en ekki er aðstaða í skólanum fyrir t.d. verklega kennslu í efnafræði.
Einnig var fjallað um mál mötuneytis skólans. Breyting hefur verið gerð á skipulagi matmálstíma í skólanum og nú fer unglingastigið seinast í mat. Rætt var um mikilvægi þess að fara eftir ráðleggingum Landlæknis um hollt og næringarríkt mataræði.
Einnig var fjallað um mál mötuneytis skólans. Breyting hefur verið gerð á skipulagi matmálstíma í skólanum og nú fer unglingastigið seinast í mat. Rætt var um mikilvægi þess að fara eftir ráðleggingum Landlæknis um hollt og næringarríkt mataræði.
Til máls tóku: Ágústa Arnþórsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir & Ragnar Már Ragnarsson.