Fara í efni

Lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

Málsnúmer 2310044

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 18. fundur - 02.11.2023

Lagt fram minnisblað bæjarritara þar sem lagt er til að sveitarfélagið óski eftir 60 millj. kr. lántöku sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, til viðbótar við áætlaðar lántökur, og tillaga að bókun bæjarstjórnar vegna umræddrar lántöku sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir með fjórum atkvæðum H-lista, þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna gatna- og fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 0609825549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Stykkishólms, að ganga frá samningnum f.h. sveitarfélagsins og undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn samþykkir að gera ráð fyrir umræddu láni í viðauka sem tekin verður til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBSJ og RMR



Bókun Í-lista

Upphafleg fjárhagsáætlun fyrir 2023 sem var samþykkt í desember 2022 var gert ráð fyrir lántöku upp á 60 milljónir. Í mars 2023 var sótt um lán upp á 100 milljónir þar sem gerð voru mistök í áætlanagerð og því skekkja upp á 40 milljónir á lánsþörf. Að auki er nú lögð til lántaka upp á 60 milljónir vegna skorts á handbæru fé með vísan í hærri afborgana lána í október. Það var vitað við gerð áætlunarinnar að afborganir lána eru hærri í apríl og október og hefur því væntanlega verið gert ráð fyrir því í sjóðstreymi ársins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu afhverju skortur er á handbæru fé en það hefði átt að koma fram miklu fyrr. Síðustu fregnir sem bæjarfulltrúar fengu af fjárhagsstöðunni voru þær að tekjur væru að hækka vonum framar, þar á undan var það bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Því slær það skökku við að að nú þurfi að bæta í lántöku, sérstaklega í ljósi þess að stærsta framkvæmd ársins, gatnagerð í Víkurhverfi, sem var áætlaðar 150 milljónir er ekki hafin en handbært fé hefði þurft að duga fyrir því líka. Ítrekað skal að Íbúalistinn samþykkti ekki áætlanagerð ársins og var það að stærstum hluta vegna fyrrnefndarar framkvæmdar sem okkur þótti ekki rétt tímasettar miðað við efnahagsástand í landinu og stöðu sveitarfélagsins. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir er ekki hægt að draga aðra ályktun en að kostnaður sé að hækka talsvert umfram tekjur sveitarfélagsins og spurning hvar við stöndum með greiðslu á framkvæmdum vegna Víkurhverfisins.?

Ragnar Már Ragnarsson
Ingveldur Eyþórsdóttir
Helga Guðmundsdóttir




Getum við bætt efni síðunnar?