Fara í efni

Vinnustaðaheimsókn

Málsnúmer 2312006

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Fundarmenn sækja fyrirtækið Isea ehf. heim, skoða aðstæður og kynnast starfsemi félagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Isea ehf. fyrir góða kynningu á starfsemi félagsins. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju með þann metnað og framtaksemi sem forsvarsmönnum félagsins hafa fyrir rekstrinum og aukinni verðmætasköpun í nærsamfélaginu, sérstaklega áherslum félagsins á að fullvinna sem mest afurðir sínar í heimabyggð. Á fundinum kom fram að forsvarsmenn félagsins séu ávallt reiðubúnir til þess að kynna áhugasömum íbúum starfsemi félagsins og hvetur atvinnu- og nýsköpunarnefnd íbúa til þess að taki boði félagsins og kynna sér starfsemi þess og þær góðu afurðir sem þar eru unnar.

Í heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar til félagsins kom hins vegar fram að sú alvarlega staða sé uppi að dreifikerfi Veitna afkasti ekki þeirri orku sem Veitur hefðu gefið félaginu upp og var forsenda allrar hönnunar og fjárfestinga í fyrirliggjandi vinnslulínu. Brýnt að tryggja félaginu þá orku sem búið var að gefa loforð um og var m.a. forsenda kostnaðarþátttöku félagins í innviðum Veitna. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á Veitur og Orkuveitu Reykjavíkur að bregðast nú þegar við þessari alvarlegu stöðu í Stykkishólmi.

Bæjarstjórn - 20. fundur - 14.12.2023

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd heimsótti Isea ehf. á 3. fundi sínum og fékk kynningu á starfsemi félagsins. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsti ánægju með þann metnað og framtaksemi sem forsvarsenn félagsins hafa fyrir rekstrinum og aukinni verðmætasköpun í nærsamfélaginu, sérstaklega áherslum félagsins á að fullvinna sem mest afurðir sínar í heimabyggð. Á fundinum kom fram að forsvarsmenn félagsins séu ávallt reiðubúnir til þess að kynna áhugasömum íbúum starfsemi félagsins og hvatti atvinnu- og nýsköpunarnefnd íbúa til þess að taka boði félagsins og kynna sér starfsemi þess og þær góðu afurðir sem þar eru unnar.



Í heimsókn nefndarinnat til félagsins kom einnig fram að sú alvarlega staða sé uppi að dreifikerfi Veitna afkasti ekki þeirri orku sem Veitur höfðu gefið félaginu upp og var forsenda allrar hönnunar og fjárfestinga í fyrirliggjandi

vinnslulínu. Brýnt að tryggja félaginu þá orku sem búið var að gefa loforð um og var m.a. forsenda kostnaðarþátttöku félagins í innviðum Veitna. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skoraði á Veitur og Orkuveitu Reykjavíkur að bregðast nú þegar við þessari alvarlegu stöðu í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun atvinnu- og nýsköpunarnefndar og gerir kröfu til Veitna um að staðið sé við þá samninga og fyrirheit sem gefin voru vegna verkefnisins. Sérstaklega er þetta alvarlegt mál gagnvart fyrirtæki sem er á viðkvæmu stigi í sinni uppbygingu sem byggir meðal annars á nýsköpun og áframvinnslu afurða.

Ályktunin verður send Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur.
Getum við bætt efni síðunnar?