Fara í efni

Skipulagsnefnd

28. fundur 17. mars 2025 kl. 16:30 - 17:50 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
  • Guðbjörg Egilsdóttir (GE) varamaður
Starfsmenn
  • Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025

Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nýræktar. Skipulagsfulltrúi leggur fram óverulega breytingu þar sem byggingarreitur á skógræktarlóð er færður til og bílastæði til samræmis vegna byggingar á lóðinni.



Á 24. fundi skipulagsnefndar 17. sept. 2024 var veitt heimildi til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð.

Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum 2. sept. 2024.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Nýræktar og í ljósi þess að framlögð tillaga að breytingu deiliskipulaginu er samvinnuverkefni sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Stykkishólms telur nefndin ekki þörf á að grenndarkynna tillöguna enda telur nefndin að henni fylgi ekki skerðing eða röskun á grenndarhagsmunum annarra. Með vísan til þessa samþykkir skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

2.Götuskilti

Málsnúmer 2503007Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar gerir grein fyrir hugmyndum sínum að áherslum á umferðarmerkjum í sveitarfélaginu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í vinnu við að yfirfara þörf á skiltum s.s. götuheiti og húsnúmer við botnlanga, ásamt öðrum umferðarmerkjum, t.d. biðskyldumerki frá hliðargötum.

3.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Umsagnir og athugasemdir lagðar fram eftir kynningu vinnslutillögu.



Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og deiliskipulagstillögu í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga, var í kynningu frá 7. febrúar til og með 7. mars sl.



Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá íbúum í nágrenni skipulagssvæðisins.



Umræður um athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.
Athugasemdir og umsagnir og drög að svörum voru kynntar fyrir nefndarmönnum.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Skólastígur 6 - Flokkur 2,

Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða.



Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt eigendum Skólastígs 8 og 10. Eigendur Skólastígs 10 gerðu ekki athugasemdir við breytinguna en eigendur Skólastígs 8 gerðu athugasemd varðandi breytinguna.



Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að bókun að svari v/athugasemdarinnar.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að bregðast við framlagðri athugasemd/ábendingu við afgreiðslu málsins og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að svari sveitarfélagsins. Með vísan til þessa samþykkir skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu eins og hún liggur fyrir að lokinni grenndarkynningu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?