Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Sæmundarreitur 10 - breyting á dsk
Málsnúmer 2310021Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju fyrirspurn Baldurs Hans Úlfarssonar um breytingu á deiliskipulagi Reitarvegs vegna Sæmundarreitar 10 ásamt uppfærðum gögnum.
Lóðin er í dag skráð sem 100 m2 iðnaðar- og athafnalóð við Reitarveg 8a (einnig í vefsjá). Uppfærð tillaga að breytingu felst í að breyta hjalli í gisti- og starfsaðstöðu fyrir listafólk.
Gert er ráð fyrir að húsið stækki úr 32 m2 í allt að 60 m2 og verði eftir breytingu einlyft með risi og kvisti í gamaldags byggingarstíl í samræmi við önnur hús á Sæmundarreit. Gert er ráð fyrir að um 14 m2, 2,5 m breiðri viðbyggingu að framanverðu.
Gert er ráð fyrir að lóð stækki úr 100 m2 í hlutfallslegu í samræmi við stækkun húsnæðis. Á lóðinni er gert ráð fyrir heitum potti og jafnvel sauna og verði það fellt að klettum á staðnum og hulið frá stíg með snyrlegri grjóthleðslu. Hugmyndin er að lýsing verði knúin áfram með sólarsellum á þaki og lítilli vindrellu. Húsið verður tengt hita- og vatns- og fráveitulögnum Stykkishólms. ekki er gert ráð fyrir bílastæði á lóðinni.
Á 15. fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu fyrirspurnarinnar frestað og skipulagsfulltrua falið að kanna betur forsendur málsins með umsækjanda.
Lóðin er í dag skráð sem 100 m2 iðnaðar- og athafnalóð við Reitarveg 8a (einnig í vefsjá). Uppfærð tillaga að breytingu felst í að breyta hjalli í gisti- og starfsaðstöðu fyrir listafólk.
Gert er ráð fyrir að húsið stækki úr 32 m2 í allt að 60 m2 og verði eftir breytingu einlyft með risi og kvisti í gamaldags byggingarstíl í samræmi við önnur hús á Sæmundarreit. Gert er ráð fyrir að um 14 m2, 2,5 m breiðri viðbyggingu að framanverðu.
Gert er ráð fyrir að lóð stækki úr 100 m2 í hlutfallslegu í samræmi við stækkun húsnæðis. Á lóðinni er gert ráð fyrir heitum potti og jafnvel sauna og verði það fellt að klettum á staðnum og hulið frá stíg með snyrlegri grjóthleðslu. Hugmyndin er að lýsing verði knúin áfram með sólarsellum á þaki og lítilli vindrellu. Húsið verður tengt hita- og vatns- og fráveitulögnum Stykkishólms. ekki er gert ráð fyrir bílastæði á lóðinni.
Á 15. fundi skipulagsnefndar var afgreiðslu fyrirspurnarinnar frestað og skipulagsfulltrua falið að kanna betur forsendur málsins með umsækjanda.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að skoða betur skipulagsforsendur og viðeigandi reglugerðir er viðkoma breytingu úr athafna- og iðnaðarlóð í íbúðarlóð.
2.Sæmundarreitur 8 - óv breyting á dsk
Málsnúmer 2306044Vakta málsnúmer
Lagt fram að nýju uppfærð tillaga óverulegri breytingu á deiliskipulagi eftir grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að skoða betur aðstæður á stað og uppmælingu skv. lóðarblaði með tilliti til fjarlægðar frá lóðarmörkum við akfæran göngustíg.
3.Hólar 5a - fyrirspurn um breytingu á aðalskipulagi
Málsnúmer 2310010Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju fyrirspurn eigenda Hóla 5a um afstöðu sveitarfélagsins til breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. gr. laganna, og breytingu á deiliskipulag "sumarhúss Andrésar" í samræmi við 1. mgr. 40 gr. langanna.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í blandaða landnotkun frístundabyggðar (F) og íbúðarbyggðar (ÍB) sbr. gr. 4.3.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Í fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins þannig að það taki til Hóla 5a, tveggja frístundasvæða sem nú þegar eru á aðalskipulagi, lögbýlisins Hóla og Hóla 2 í samræmi við gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í blandaða landnotkun frístundabyggðar (F) og íbúðarbyggðar (ÍB) sbr. gr. 4.3.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Í fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins þannig að það taki til Hóla 5a, tveggja frístundasvæða sem nú þegar eru á aðalskipulagi, lögbýlisins Hóla og Hóla 2 í samræmi við gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi "sumarhúss Andrésar". Nefndin telur að um sé að ræða verulega breytingu á aðalskipulagi (veruleg breyting á landnotkun, líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila og/eða stór svæði?) og verulega breytingu á deiliskipulagi og að málsmeðferð verði háttað í samræmi við það.
Heimild sveitarfélagsins fyrir skipulagsgerðina er háð samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu og felur nefndin skipulagsfulltrúa að funda með landeigendum. Að fengnu samþykki annarra landeigenda, skal sækja formlega um heimild til skipulagsnefndar til þess að vinna skipulag og leggja samtímis fram sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Heimild sveitarfélagsins fyrir skipulagsgerðina er háð samþykki annarra landeigenda á skipulagssvæðinu og felur nefndin skipulagsfulltrúa að funda með landeigendum. Að fengnu samþykki annarra landeigenda, skal sækja formlega um heimild til skipulagsnefndar til þess að vinna skipulag og leggja samtímis fram sameiginlega skipulagslýsingu fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Yfirferð sviðsstjóra
Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer
1. Birkilundur dsk - tillaga verður lögð fyrir í janúar
2. Aðalgata 16 dsk br. - grenndarkynningu líkur 5. desember.
3. Víkurhverfi dsk br. - auglýst 13. desember
4. Þingskálanes, Hamrar Gæsatangi dsk - auglýst 6. desember
5. Berserkjahraun - unnið er að dsk
6. Bæjarstjórn (19) vísaði umsókn um þrjú frístundahús á Helgafelli aftur til bæjaráðs
7. Bæjarstjórn (19) vísaði máli um byggingarheimildir í dreifbýli aftur til bæjarráðs.
2. Aðalgata 16 dsk br. - grenndarkynningu líkur 5. desember.
3. Víkurhverfi dsk br. - auglýst 13. desember
4. Þingskálanes, Hamrar Gæsatangi dsk - auglýst 6. desember
5. Berserkjahraun - unnið er að dsk
6. Bæjarstjórn (19) vísaði umsókn um þrjú frístundahús á Helgafelli aftur til bæjaráðs
7. Bæjarstjórn (19) vísaði máli um byggingarheimildir í dreifbýli aftur til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 20:00.