Fara í efni

Skóla- og fræðslunefnd

4. fundur 17. janúar 2023 kl. 16:15 - 19:20 í Leikskóla Stykkishólms
Nefndarmenn
  • Agnes Helga Sigurðardóttir formaður
  • Sigurður Grétar Jónasson aðalmaður
  • Steinunn Helgadóttir (SH) aðalmaður
  • Kristín Rós Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Jón Einar Jónsson (JEJ) varamaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórsteinsdóttir (SÞó) skólastjóri leikskóla
  • Elísabet Lára Björgvinsdóttir - (ELB) skólastjóri leikskóla
  • Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla
  • Anna Hallgrímsdóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans
Fundargerð ritaði: Kristín Rós Jóhannesdóttir ritari
Dagskrá

1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda

Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Skólastjórnendur gerðu grein fyrir greinagerð sinni.

Skólastjórnendur komu fram með áhyggjur af starfsmannamálum. Eru með góðan starfsmannahóp en vantar fleiri reynslumikla- og menntaða starfsmenn. Eftir að greinagerð var skrifuð bárust 3 starfsumsóknir og lítur nokkuð vel út með ráðningar að þessu sinni.

Skóla- og fræðslunefnd vill leggja til að Stykkishólmsbær auki við stöðugildi leikskólans svo hægt sé að ráða inn afleysingastarfsmann til að koma til móts við veikindi, styttingu vinnuvikunnar og undirbúningstíma starfsmanna.

2.Ytra mat á skólastarfi

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Getu sem býður sveitarfélögum upp á ytra mat á skólastarfi. Umsóknarfrestur fyrir úttekt á vorönn er 27. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Áhugi er innan leikskólans að gert sé ytra mat á skólastarfinu. Rætt var um að skoða það betur seinna á árinu.

3.Fagháskólanám í leikskólafræðum

Málsnúmer 2211009Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við viljayfirlýsing um fagháskólanám í leikskólafræðum sem hefur það að markmiði að efla menntun starfsfólks leikskóla um land allt. Á síðasta fundi frestaði nefndin málinu til næsta fundar með leikskólanum.
Lagt fram til kynningar.

Verður kynnt starfsmönnum á starfsmannafundi í febrúar og hvetja stjórnendur starfsfólk til að afla sér menntunar.
Af fundinum víkja Sigrún Þórsteinsdóttir, Elísabet Lára Björgvinsdóttir, Anna Hallgrímsdóttir og Berglind Eva Ólafsdóttir.

4.Svarbréf vegna fyrirspurnar ráðuneytis um stöðu barns - Trúnaðarmál

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneyti til sveitarfélagsins ásamt svarbréfi og fylgigögnum.
Bókun færð í trúnaðarbók.

5.Betri vinnutími leikskólans

Málsnúmer 2211048Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt á athugasemdum foreldra vegna lokunar leikskólans í dymbilviku 2023. Einnig er lagt fram fylgiskjal frá foreldri sem lýsir fyrirkomulagi leikskóla í Uppsölum í Svíþjóð þar sem vísað er sérstaklega til bls. 4.
Að svo komnu máli treystir Skóla- og fræðslunefnd sér ekki til þess að styðja tillögur stjórnenda, enda er samfélagið ekki komið á þann stað að svo stöddu. Þessi tillaga myndi bitna of mikið á einstæðum foreldrum og fólki sem ekki hefur stuðningsnet í sveitarfélaginu. Það þarf engu að síður að finna leið til styttingar vinnuvikunnar í leikskólanum en ætti það að vera í styttingarformi en ekki í formi lokunardaga.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?