Fara í efni

Ungmennaráð

19. fundur 03. mars 2022 kl. 20:00 - 21:30 á TEAMS
Nefndarmenn
  • Halldóra Margrét Pálsdóttir aðalmaður
  • Oddfreyr Atlason aðalmaður
  • Sigurður Mar Magnússon aðalmaður
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Helga María Elvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Halldóra Margrét Pálsdóttir ritari
Dagskrá

1.Ungmennaþing Vesturlands 11.-13. mars 2022

Málsnúmer 2111002Vakta málsnúmer

Magnús Ingi Bæringsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi kynnti Ungmennaþing Vesturlands sem verður haldið á Lýsuhóli helgina 12.-13. mars. Skráningu þarf að vera lokið fyrir 6. mars.
Fjögur úr ungmennaráði ætla að skrá sig.

2.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Magnús kynnti vefsíðuna Breiðfirðingar um sameiningu sveitarfélaga á milli Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Hann fjallaði um tækifæri sem sameiningin býður upp á og fundarmenn spurðu spurninga um hana.
www.helgafellssveit.is

3.Samfés Plús

Málsnúmer 2203011Vakta málsnúmer

Magnús kynnti fyrirhugað landsþing SamfésPlús. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en er fyrirhuguð 18.-19. mars.
Fundarmenn íhuga hvort þeir komist og ætla að kynna þingið fyrir öðrum ungmennum.

4.Rafíþróttir

Málsnúmer 2011044Vakta málsnúmer

Magnús kynnti Rafíþróttamót Samfés sem fer fram 8.-10. apríl í Íþróttahúsinu Digranesi. Ræddur var möguleiki á að stofna rafíþróttahóp í Stykkishólmi, möguleg aðstaða væri nýbygging við Grunnskólann í Stykkishólmi sem hefur verið í umræðunni í sameiningarviðræðum Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

5.Hátíðin Danskir Dagar og aðrar bæjarhátíðir

Málsnúmer 1901038Vakta málsnúmer

Danskir dagar voru ræddir, möguleikar í kringum hátíðina, starfshópur eða hátíðarnefnd, öflun fjármagns og aðgangseyrir. Ráðið og fleiri ungmenni óska eftir því að Danskir dagar verði haldnir í óbreyttu eða jafnvel stærra sniði en áður.
Sjómannadagurinn var einnig ræddur.
Hugmynd kom fram um að Stykkishólmsbær eða fyrirtæki í bænum gætu séð fyrir smáviðburðum, t.d. tónleikum eða bryggjuballi.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?