Fara í efni

Nýjar íbúðahúsalóðir kynntar

31.08.2020
Fréttir

Íbúum í grend við fyrirhugaðar nýjar lóðir í Áskinn og við Borgarflöt hafa fengið kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir skipulagi lóðanna. Bréfinu er ætlað að upplýsa íbúa um fyrirhugaðar lóðir og gefa kost á að skila inn athugasemdum ef einhverjar eru, en verði lóðum úthlutað mun skipulags- og bygginganefnd grenndarkynna byggingarleyfisumsóknir fyrir hagsmunaaðilum á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áskinn

Í samræmi við afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar Stykkishólmsbæjar á tillögu að þéttingu byggðar hefur bæjarráð Stykkishólmsbæjar samþykkt að breyta hluta af leikvallarsvæði við Áskinn í íbúðahúsalóð, en umrætt svæði er skilgreint sem íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar. Í samræmi niðurstöðu íbúasamráðs Stykkishólmsbæjar um framtíðarskipulag leikvalla í Stykkishólmi mun áfram vera leikvöllur á svæðinu en hann mun vera minni að umfangi með leiktækjum fyrir yngri börnin (0-6 ára) og færast á svæði norð-austan við fyrirhugaða lóð eða við núverandi göngustíg. Gert er ráð fyrir einni einbýlis- rað- eða parhúsalóð á svæðinu sem fengi heitið Áskinn 6.

Smelltu hér til að skoða drög að lóðarblaði fyrir Áskinn 6.

Borgarbraut

Í samræmi við afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar Stykkishólmsbæjar á tillögu að þéttingu byggðar hefur bæjarráð Stykkishólmsbæjar samþykkt að breyta svæði við Borgarflöt, sem að áður var leikvöllur, í íbúðahúsalóðir, en umrætt svæði er skilgreint sem íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar. Nýr leikvöllur fyrir hverfið hefur verið staðsettur við Garðaflöt 3a og 5, í samræmi niðurstöðu íbúasamráðs Stykkishólmsbæjar um framtíðarskipulag leikvalla í Stykkishólmi, og standa framkvæmdir þar yfir við uppsetningu á nýjum leiktækjum.
Gert er ráð fyrir tveimur einbýlishúsalóðum á svæðinu sem fengu heitið Borgarflöt 13 og 15. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir göngustíg meðfram fjöru með aðgengi frá Borgarflöt milli lóða nr. 11 og 13.
 

 

Hagsmunaaðilum er nú  gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar tillögur að stofnun lóðanna samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga. Skriflegar athugasemdir þessa efnis skulu berast til skipulagsfulltrúa, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is fyrir 18. september 2020.

Getum við bætt efni síðunnar?