Fara í efni

Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt

24.07.2024
Fréttir Skipulagsmál

Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.

Tillögurnar eru nú auglýstar með athugasemdafresti til og með 6. september 2024. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Opinn kynningarfundur vegna skipulagstillagnanna verður haldinn í Amtbókasafninu í Stykkishólmi, fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:00.

Nánari upplýsingar og gögn má finna í Skipulagsgátt, sbr. hlekkir hér fyrir neðan. 

Getum við bætt efni síðunnar?