Fara í efni

Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar

28.02.2025
Fréttir Skipulagsmál

Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vinnslutillögurnar eru nú til kynningar með athugasemdafresti til og með 28. mars 2025. Eingöngu verður tekið við athugasemdum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.

Skipulagshönnuðir verða með kynningu kl. 16:30.

Nánari upplýsingar og gögn má finna í Skipulagsgátt, sbr. hlekkir hér fyrir neðan.

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022:

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Kallhamar:

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hamraenda:

Getum við bætt efni síðunnar?