Fara í efni

Rafíþróttir

Málsnúmer 2011044

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 17. fundur - 12.03.2021

Á 80. fundi æskulýðs- og íþróttanefndar voru rafíþróttir til umræðu og vakti tómstunda- og æskulýðsfulltrúi athygli á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru í Stykkishólmi þeim tengdum. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók vel í að farið verði í uppbyggingu á aðstöðu fyrir rafíþróttir og að skoðaður verði möguleiki á að samnýta aðstöðu og búnað með grunnskóla, UMF Snæfelli og félagsmiðstöð. Æskulýðs- og íþróttanefnd lagði einnig til að tómstunda- og æskulýðsfulltrúi ræði við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar, skólastjóra og formann Snæfells um laus rými og samnýtingu til framtíðar. Einnig að hann kanni kostnað. Nefndin telur verkefnið mjög mikilvægt og þarft og hvetur bæjarstjórn til að gera ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar á aðstöðu fyrir rafíþróttir í næstu fjárhagsáætlun. Bæjarráð samþykkti tillögu æskulýðs- og íþróttanefndar á 622. fundi sínum. Bæjarráð samþykkti að settar verði 500.000 kr. á framkvæmdaáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir 2021 vegna verkefnisins.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu málsins.
Ungmennaráð tók vel í tillögur um að komið verði upp rafíþróttaaðstöðu í Stykkishólmi.

Ungmennaráð - 19. fundur - 03.03.2022

Magnús kynnti Rafíþróttamót Samfés sem fer fram 8.-10. apríl í Íþróttahúsinu Digranesi. Ræddur var möguleiki á að stofna rafíþróttahóp í Stykkishólmi, möguleg aðstaða væri nýbygging við Grunnskólann í Stykkishólmi sem hefur verið í umræðunni í sameiningarviðræðum Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Getum við bætt efni síðunnar?