Fara í efni

Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf

Málsnúmer 2401010

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 3. fundur - 16.01.2024

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetningar og umsögnum.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti þessi áform fyrir nefndinni þar sem fram kemur að lögbinda skuli starf og hlutverk félagsmiðstöðva einnig stendur til að starfsemin verði fyrir börn að 18 ára aldri.

Nefndin fangar því að farið sé í þessa vinnu og telur hana mjög mikilvæga fyrir ungmennin okkar. Í farsældarlögum eru félagsmiðstöðvar nefndar sem mikilvægur þjónustuveitandi og margt hefur breyst frá því að æskulýðslögin voru sett. Nefndin tekur undir að nauðsynlegt sé að endurskoða núverandi æskulýðslög og þá sérstaklega mikilvægt að binda í lög starfsemi félagsmiðstöðva og tryggja framtíð þeirra og þess mikilvæga starfs sem þar fer fram.

Ungmennaráð - 4. fundur - 17.01.2024

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetningar og umsögnum.
Kynnt voru áform um ný lög. skrifuð var umsögn þar sem ráðið fagnaði því að endurskoða eigi núgildandi æskulýðslög.


Ráðið tekur undir endurskoðun æskulýðslaga og mikilvægi þess að festa í lög starf félagsmiðstöðva.

Með því að lögfesta starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa eflist félagslíf eftir grunnskólagöngu. Við sjáum þetta sem tækifæri til að sameina og efla félagslíf á Snæfellsnesi og í framhaldsskólanum. Einnig getur þetta tryggt félagslíf þeirra sem fara ekki í skóla beint eftir grunnskólagöngu og þeirra sem eru á atvinnumarkaði.

Við sem sitjum í ungmennaráði fyrir sveitarfélagið vorum öll sterk í okkar félagsmiðstöð. Starf í félagsmiðstöð eflir karakter einstaklings, samskipti, félagsfærni, sjálfstraust og fleira sem nýtist einstaklingum í framtíðinni á ýmsum sviðum. Þess vegna teljum við aðgangur að frístund mikilvægur frá vöggu til grafar.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetningar og umsögnum.
Bæjarráð tekur undir bókanir æskulýðs- og íþróttanefndar og ungmennaráðs. Bæjarráð leggur þó þunga áherslu á að kostnaðarmat liggji fyrir vegna fyrirhugaðrar lagasetningar.

Skóla- og fræðslunefnd - 11. fundur - 15.02.2024

Lagðar fram forsendur að frumvarpi til laga um æslulýðs- og íþróttastarf ásamt mati á áhrifum lagasetninga og umsögn sveitarfélagsins vegna málsins.
Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar því að farið sé í þessa vinnu.

Ungmennaráð - 5. fundur - 06.03.2024

Lögð fram umsögn sveitarfélagsins vegna áforma um frumvarp til laga um æskulýðs- og frístundastarf.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?