Fara í efni

Ungmennaráð

2. fundur 23. janúar 2023 kl. 16:00 - 18:03 í Setrinu
Nefndarmenn
  • Halldóra Margrét Pálsdóttir aðalmaður
  • Sindri Þór Guðmundsson aðalmaður
  • Helga María Elvarsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Edda Pálsdóttir aðalmaður
  • Oddfreyr Atlason aðalmaður
  • Helga Sóley aðalmaður
  • Signý Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Magnús I. Bæringsson æskulýðs -og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Halldóra Margrét Pálsdóttir ritari
Dagskrá

1.Stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir vinnu starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri ásamt framtíðarhorfum í öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu.
Ákveðið var að fresta þessum lið til næsta fundar.

2.Starfsemi félags atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2301019Vakta málsnúmer

Hjördís Pálsdóttir, Sara Hjörleifsdóttir og Harpa Eiríksdótti mættu til fundar f.h. félags atvinnulífs í Stykkishólmi og gerðu grein fyrir starfsemi félagsins.
Þær sögðu frá viðburðum sem eru á döfinni hjá félaginu og báðu ráðið um
hugmyndir varðandi þá. Félagið kynnti glæpa- og draugahátíð sem haldin verður í
Stykkishólmi 24.-26. febrúar næstkomandi. Tekin var sú ákvörðun um að félagið fái aðstoð
frá ungmennaráði við framkvæmdir og hugmyndavinnu. Upp kom sú hugmynd um að
ungmennaráðið byggi til Murder mystery leik sem væri lifandi yfir hátíðina.
Helga Sóley vék af fundi

3.Framkvæmdir

Málsnúmer 2301023Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu framkvæmdum og verkefnum á könnu sveitarfélagsins.
Helst var rætt um fjöregg og framkvæmdir í Súgandisey og einnig um
Víkurhverfi sem áætlað er að byggja. Einnig ræddi bæjarstjóri um áætlun sveitarfélagsins um
að fara hægt og skynsamlega í fjárfestingar til að halda lántökum niðri og greiða niður skuldir
skynsamlega. Ráðið var ekki með tillögur að fleiri verkefnum heldur en þeim sem voru farin
yfir í fjárfestingaráætlun.
Bæjarstjóri vék af fundi

4.Starfsemi íþróttamiðstöðvar og aðstaða íþróttamannvirkja

Málsnúmer 1905086Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsemi íþróttamiðstöðvar og fyrirliggjandi verkefni.
Arnar, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Stykkishólms fór yfir fyrirliggjandi verkefni, kostnað og forgangsröðun þeirra. Umræður sköpuðust meðal ráðsins um forgangsröðunina og helstu verkefnin, og þau verkefni sem ráðinu fannst mikilvægust. Ungmennaráðið var ekki með tillögur að öðrum verkefnum heldur en fram komu.

5.Ungmennaráð Vesturlands

Málsnúmer 2009052Vakta málsnúmer

Formaður ungmennaráðs gerir grein fyrir verkefnum ungmennaráðs Vesturlands.
Formaður sagði ráðinu frá fundum og þingum sem hún hefur setið á meðal ráðsins. Einnig sköpuðust umræður um verkefni á vegum Erasmus erlendis.

6.Atvinnuþátttaka ungs fólks á Vesturlandi

Málsnúmer 2301025Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Menningar- og velferðarfulltrúa SSV sem sendur var á skólastjórnendur á grunn- og framhaldsskólastigi á Vesturlandi. Í póstinum er því líst að dæmi séu um að aukin atvinnuþáttaka ungmenna hafi áhrif á nám og tómstundastarf þeirra.
Ráðið ræddi þetta og niðurstaðan var sú að atvinnuþátttaka í Stykkishólmi hefði ekki mikil áhrif á virkni ungmenna í skóla, íþróttum eða tómstundum.

7.Fjármál tengd Ungmennaráði

Málsnúmer 2301021Vakta málsnúmer

Formaður ræddi starfsemi ungmennaráðs Snæfellsbæjar sem hélt ball sér til fjáröflunar fyrr í vetur.
Upp kom sú hugmynd að ungmennaráð Stykkishólms héldi einhvers konar fjáröflun til að fjármagna ýmis verkefni. Einnig var Erasmus rætt undir þessum lið og um fjármagnsstyrki sem hægt er að sækja um fyrir slík verkefni.

Fundi slitið - kl. 18:03.

Getum við bætt efni síðunnar?