Starfsemi íþróttamiðstöðvar og aðstaða íþróttamannvirkja
Málsnúmer 1905086
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021
Byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar mætir til fundar við nefndina og gerir grein fyrir hugmyndum um endurbætur á búningsklefum og öðru skipulagi innan íþróttamiðstöðvar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur jákvætt í það að bæjarstjóri og fulltrúar frá skipulags- og umhverfissviði bæjarins vinni áfram að málinu, greini þá möguleika sem standa til boða við bætta nýtingu húsnæðisins, fundi með hagaðliðum og komi með tillögur að bættum nýtingarmöguleikum í Íþróttamiðstöð.
Ungmennaráð - 2. fundur - 23.01.2023
Farið yfir starfsemi íþróttamiðstöðvar og fyrirliggjandi verkefni.
Arnar, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Stykkishólms fór yfir fyrirliggjandi verkefni, kostnað og forgangsröðun þeirra. Umræður sköpuðust meðal ráðsins um forgangsröðunina og helstu verkefnin, og þau verkefni sem ráðinu fannst mikilvægust. Ungmennaráðið var ekki með tillögur að öðrum verkefnum heldur en fram komu.
Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 2. fundur - 23.11.2023
Forstöðumaður íþróttamannvirkja gerir grein fyrir starfsemi innan íþróttamiðstöðvar, fyrirhuguðum viðburðum og viðhaldi á íþróttamannvirki árið 2023 og fyrirhuguðum framkvæmdum 2024.
Arnar Hreiðarsson forstöðumaður fer yfir þær framkvæmdir sem hafa átt sér stað og einnig þær framkvæmdir sem framundan eru. Umræða um útleigu íþróttamiðstöðvarinnar vegna þorrablóts og annara viðburða.