Fara í efni

Skipulagsnefnd

19. fundur 07. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson (HH) aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Saurar 9 (Vigraholt)-aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til afgreiðslu vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillaga fyrir nýtt deiliskipulag á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna. Á fundinum kynna ráðgjafar landeiganda vinnslutillögurnar.



Bæjarstjórn samþykkti á 18. fundi sínum þann 2. nóvember 2023 að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin var kynnt 7. nóvember til 5. desember 2023 í samræmi við 3. mgr. 40 gr. laganna. Kynningarfundur var haldinn 22. nóvember 2023. á fundi sínum 10. janúar sl fjallaði skipulagsnefnd um og tók afstöðu til athugasemda sem bárust á kynningartímanum og fól skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest í bæjarráði 18. janúar sl.

Skipulagsnefnd þakkar landeiganda og skipulagsráðgjöfum fyrir góða kynningu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim uppfærslum sem ræddar voru á fundinum.
Nefndin kallar eftir frekari upplýsingum um staðhætti þ.e. nákvæmari staðsetningu/hnitsetningu vega, lóðarmarka og byggingarreita í áframhaldandi vinnslu deiliskipulagstillögunnar sem byggi á tiltækum kortagrunnum og vettvangsskoðun þar sem sérstaklega verði hugað að verndun votlendis, mýra og birkikjarrs.

2.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til afgreiðslu vinnslutillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vinnslutillögur deilskipulagsáætlana fyrir athafnasvæðin við Hamraenda og Kallhamar.

Bæjarstjórn samþykkti þann 22. september 2022 að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagslýsingin var auglýst 18. nóvember 2022 með athugasemdafresti til 9. desember 2022. Kynningarfundur var haldinn 30. nóvember 2022. Þann 12. janúar 2023 fjallaði skipulagsnefnd um umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum. Engar athugasemdir bárust frá íbúum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum þ.m.t. að skoða eftirfarandi:
Aðalskipulagsbreyting: stækka athafnasvæði A3 þannig að það taki til Kallhamarssvæðisins og gömlu hauganna.
Deiliskipulag - Hamraendar: deiliskipulagsmörk nái utan um flugvallarbyggingar og aðkomuleiðir; gata færð á milli lóðar 12 og 15 með botnlanga að lóð 8; bæta við lítilli/litlum lóðum neðan við núv. byggingar á Hamraendum; sameina fráveitu í eina rotþró eða hafa tvær rotþrær; stækka deiliskipulagssvæðið þannig að það nái utan um geymslusvæði bæjarsins og Snoppu.
Deiliskipulag - Kallhamar: færa inn nýja og öruggari aðkomuleið að Kallhamri inn á deiliskipulag; breyta núverandi aðkomuleið í göngu- og reiðleið með undirgöngum undir Stykkishólmsveg; finna geymslusvæði fyrir efni nýjan stað (núv. A3) t.d. á geymslusvæði bæjarins.

3.Víkurhverfi dsk br - 12 íbúðir fyrir Brák

Málsnúmer 2311007Vakta málsnúmer

Lögð er fram samantekt athugasemda sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar ásamt tillögu að svörum nefndarinnar.

Bæjarstjórn samþykkti á 19. fundi sínum þann 30. nóvember sl að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundir voru haldnir 19. desember og 11. janúar.

Aðaltillaga Gretars D. Pálssonar með stuðningi Steindórs Hjaltalín.
Skipulagsnefnd samþykkir að fara að athugasemdum sem borist hafa varðandi breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis er varða byggingu tveggja hæða húsa, og hafnar framlagðri breytingu á deiliskipulagi. Niðurstaðan er í samræmi við ákvörðun nefndarinnar frá fundi þann 10.maí 2023 varðandi mál 2301029 þar sem tekið er tillit til athugasemda í grenndarkynningu með vísun í ósamræmi við byggðamynstur.
Tillaga felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Varatillaga Gretars D. Pálssonar með stuðningi Steindórs Hjaltalín.
Skipulagsnefnd leggur til að lóð H á gildandi skipulagi verði óbreytt og áfram verði hægt að byggja þar par/raðhús með 2 - 3 íbúðum á einni hæð. Lóðir I og R verði sameinaðar ásamt mögulegri aðlögun á lóð H og þar verði leyft að byggja 3 hús á tveimur hæðum með allt að 12 íbúðum.
Tillaga felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Skipulagsnefnd samþykkir, með þremur atkvæðum gegn tveimur, framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi frestað eftir afgreiðslu tillagna Gretars. Á framhaldsfundi, þann 13.02.2024, koma Arnar Geir Diego Ævarsson inn fyrir Gunnar Ásgeirsson og Aron Bjarni Valgeirsson fyrir Gretar D Pálsson.

4.Þingskálanes, Hamrar, Gæsatangi - deiliskipulag

Málsnúmer 2310024Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og tillaga að svörum nefndarinnar.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Helgafellssveitar 2012-2024 og var því hvorki kynnt skipulagslýsing né vinnslutillaga í samræmi við 3. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkti þann 30. nóvember sl að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Þingskálanes, Hamra og Gæsatanga í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst 13.12.2023 með athugasemdafresti til og með 26. janúar 2024. Kynningarfundur var haldinn 19. desember sl.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að svörum nefndarinnar með minniháttar breytingum sem lagðar voru til á fundinum, m.a. að:
a) setja "Verndarsvæði Breiðafjarðar" á uppdrátt,
b) gera grein aðgengi/almannarétti í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 60/2013,
b) gera grein fyrir áhrifum uppbyggingarinnar á gróðurfar og dýralíf,
c) bæta við skilmála um að lágmarka skuli allt rask á náttúrulegu yfirborði, þ.m.t. birkiskógi, kjarri, mosa og móa, og að beita skuli mótvægisaðgerðum reynist nauðsynlegt að fjarlægja náttúrulegt yfirborð t.d. með því gróðursetja birki, þökuleggja með lyngmóaþökum o.s.frv. í stað þess sem fjarlægja þurfti.
Ennfremur þarf að gera grein fyrir samræmi deiliskipulags við Landsskipulagsstefnu og Svæðisskipulag Snæfellsness.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að deiliskipulagsbreytinguna með ofangreindum minniháttar breytingum og ljúka skipulagsferli í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðgengi meðfram strönd, KÞ skoðar.

5.Bjarnarhöfn - Uppskipting lands

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um, f.h. Brynjar Hildibrandssonar og Hrefnu Garðarsdóttur, landeiganda Bjarnarhafnar (L-136926, skráð 2209,9 ha) uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingu og breytingar á skráningum. Auk hnitsettra uppdrátta eru einnig lögð fram undirrituð og þinglýst jarðamörk Bjarnarhafnar og Selja (L-136957).



1. Bjarnarhöfn 4: 720,8 ha skiki. Var áður Bjarnarhöfn. (lögbýlið)

2. Bjarnarhafnarkirkja: 3712 m2 lóð.

3. Bjarnarhöfn 3: 694,2 ha skiki

4. Geldinganes: 83,6 ha skiki.

5. Stóra Hraun: 663,5 ha skiki.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti uppskiptingu Bjarnarhafnarjarðarinnar, nafnabreytingar og breytingar á skráningum samkvæmt framlögðum gögnum.

6.Viti í Víkurhverfi

Málsnúmer 2401036Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Lárussonar um mögulega endurbyggingu vita sem stóð ofan við Daddavík til þess að varðveita sögu hans og fólksins sem annaðist hann. Hjálagt er lýsing af vitanum ásamt teikningum.
Skipulagsnefnd telur framlagða tillögu áhugaverða og leggur til að hún verði skoðuð sérstaklega í tengslum við hugmyndavinnu um gönguleiðir í Stykkishólmi.

7.Hólar 5a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um heimild sveitarfélags til að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a (L221913).

Hólar 5a er 3,2 ha spilda í landi Hóla (L136938) sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreind sem landbúnaðarland. Þar sem spildan nær ekki 10 ha, telst uppbygging til 4 íb 3 frí byggingarheimilda Hólajarðarinnar.

Í apríl 2022, sóttu eigendur Hóla 5a um byggingarleyfi/heimild fyrir frístundahúsi og gróðurhúsi. Þar sem landsspildan er á ódeiliskipulögðu svæði, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar síðar sama ár.

Þann 9.11.2022, samþykkti skipulagsnefnd fyrir sitt leyti byggingaráformin og fól byggingarfulltrúa að veita byggingarheimild/leyfi fyrir núverandi smáhýsum, nýju frístundahúsi og gróðurhúsi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar. Nefndin samþykkti einnig að breyta skráningu Hóla 5a í "landbúnaðarland" sbr. landnotkunarflokk í gildandi aðalskipulagi. Þar sem byggingarheimildir á Hólum 5a teljast til 4 íb 3 frí heimilda Hólajarðarinnar, fór skipulagsnefnd fram á skriflegt samþykki eigenda Hólajarðarinnar.

Eigendum Hóla 5a hefur hvorki reynst unnt að fá skriflegt leyfi landeigenda Hólajarðarinnar til þess að nýta hluta 4 íb 3 frí byggingarheimildar jarðarinnar né fá leyfi landeigenda til þess að stækka gildandi deiliskipulag frá 1993 (kennt við sumarhús Andrésar) þannig að það taki til Hóla 5a og annarra afmarkaðra frístundabyggða á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að heimila landeigendum Hóla 5a að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a í samræmi við 40-42. gr. laganna.
Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð og heimild til þess að reisa þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús á Hólum 5a.
Nefndin gerir kröfu um að deiliskipulagið verði í framtíðinni grunnur að allri uppbyggingu á Hólajörðinni í samræmi við byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi fyrir landbúnaðarsvæði, íbúðarbyggð og frístundabyggð. Jafnframt gerir nefndin kröfu um að framtíðarskipulag fyrir jörðina taki mið af heildarsamhengi uppbyggingar þannig að það myndi heildstæða einingu í samræmi við 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga.

8.Yfirferð skipulags- og umhverfisfulltrúa

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

1. Óv.br.DSK miðbæjar v/Aðalgötu 16 tekur gildi 13. febrúar

2. Óv.br.DSK Reitarvegs v/Sæmundarreits 8 tekur gildi 14. febrúar

3. Birkilundur: skipulagslýsing ASK br. verður auglýst 14. febrúar.

4. Endurskoðun Aðalskipulags.

5. Jónsnes - SLS telur framkvæmdina ekki umhverfismatsskylda. Framkvæmdaleyfi verður gefið út að öllum skilyrðum uppfylltum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?