Fara í efni

Skipulags- og bygginganefnd

257. fundur 17. febrúar 2022 kl. 18:15 - 19:50 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Páll Vignir Þorbergsson formaður
  • Guðlaug Jónína Ágústsdóttir (GÁ) aðalmaður
  • Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir aðalmaður
  • Dagur Emilsson varamaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) embættismaður
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Lögð fram 19. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lögð er fram til staðfestingar tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey. Markmiðið með deiliskipulaginu er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.

Lýsing deiliskipulagsverkefnisins var auglýst á heimasíðu bæjarins 4. maí 2021 og prentað eintak haft til sýnis í ráðhúsinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 3. júní 2021. Engar athugasemdir við lýsinguna bárust. Lýsingin var einnig send til umsagnar hjá eftirfarandi stofnunum: Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Breiðarfjarðarnefnd og Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og bárust umsagnir frá öllum nema Heilbigðiseftirliti Vesturlands og og Náttúrustofu Vesturlands. Lýsingin var einnig lögð fyrir á 90. fundi hafnarstjórnar Stykkishólmshafnar, sem gerði engar athugasemdir. Við áframhaldandi vinnslu tillögunnar hefur verið tekið tillit til ábendinga sem fram komu í umsögnum ofangreindra hagsmunaaðila. Á 400. fundi bæjarstjórnar þann 26.júní s.l., samþykkti bæjarstjórn lýsingu deiliskipulagsins og vísaði til áframhaldandi deiliskipulagsvinnu og kynningar meðal bæjarbúa.

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Súgandisey ásamt greinagerð og samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að tillagan verði kynnt fyrir bæjarbúum samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarnefndar þar um. Deiliskipulagstillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins 20. ágúst s.l. og var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. og 26. ágúst 2021 þar sem allir voru velkomnir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma á framfæri athugasemdum og/eða ábendingum. Engar frekari athugasemdir eða ábendingar um deiliskipulagstillöguna bárust á opnum dögum, en athugasemdir eða ábendingar sem bárust eftir opnu dagana yrðu teknar til meðferðar eftir auglýsingafrest, eftir atvikum ásamt öðrum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd (254. fundur) og bæjarráð (631. fundur) samþykktu tillöguna og lögðu til við bæjarstjórn að tillagan, þ.e. uppdráttur og greinargerð ásamt húsakönnun, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Á 402. fundi sínum staðfesti Bæjarstjórn að auglýsa tillöguna. Tveir sátu hjá.

Tillagan var auglýst frá 21. desember til 4. febrúar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum en tvær athugasemdir bárust 31. ágúst.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir og umsagnir. Nefndin tekur ekki undir efni þeirra tveggja athugasemda sem bárust. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Súgandisey og að tillagan verði send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Páll víkur af fundi

3.Aðalgata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202001Vakta málsnúmer

SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi "óráðstafað rými" í kjallara Aðalgötu 3 ásamt
því að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota
samskonar klæðningu og er á viðbyggingu aftan við húsið þ.e. svarta timburklæðningu.
Svalir sem snúa í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar.
Bílastæði verða færð til á lóðinni og þeim fjölgað úr fimm í sex, o.fl.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi framkvæmdum
utanhúss til skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin fagnar framkvæmdum við Aðalgötu 3.

Tillaga skipulagsfulltrúa um að grenndarkynna fyrir eigendum Aðalgötu 1, 2 og Austurgötu 2 er hafnað samhljóða með fjórum atkvæðum. Varatillaga skipulagsfulltrúa um að grenndarkynna fyrir eigendum Aðalgötu 2 og Austurgötu 2 er felld með tveimur atkvæðum Ragnheiðar (O-listi) og Ragnars (L-listi) gegn tveimur atkvæðum Dags (H-listi) og Guðlaugar (H-listi).

Skipulags- og bygginganefnd hafnar beiðni um fjölgun bílastæða á lóðinni með vísun í tillögu að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn og er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt samþykkir nefndin samhljóða að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2.
Páll mætir aftur til fundar

4.Höfðagata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202006Vakta málsnúmer

Sara Gilles sækir um, fyrir hönd Höfðagötu 1 ehf., breytingar á samþykktum aðaluppdráttum (byggingarleyfi 1811003).

Sótt er um 1. að rífa hluta af byggingu á bakhlið húss, 2. endurbyggja norð-austur hluta sem stakt hús og breyta því í vinnustofu og 3. breyta innraskipulagi og útliti suðvesturhluta hússins og þannig fækka gistiherbergjum í 5 (fjögur tveggjamanna og eitt fjölskylduherbergi).

Að mati byggingarfulltrúa er hér ekki um að ræða óverulega breytingu skv. grein 2.3.4 í kafla um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Er hér m.a. vísað til breytinga á útliti hússins og hugsanlegra áhrifa á nærumhverfi. Þar sem að ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið sem heimilar breytinguna, metur byggingarfulltrúa það svo að grenndarkynna skuli breytinguna og leggur til við skipulags- og byggingarnefnd að hún samþykki að grenndarkynna.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í gildi sé deiliskipulag fyrir Þinghúshöfða frá
2011 og telur að fyrirhugaðar breytingar falli að skilmálum sem þar eru settir fram hvað
varðar útlitskröfur. Hinsvegar, þar sem um er að ræða hækkun á þaki að hluta til, telur
nefndin engu að síður rétt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Skólastígs 5, 8 og
10 og Þvervegi 12 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni síðunnar?